Wednesday, November 21, 2012

Floridaferð Gullvershópsins !



Dagana 6.-13. nóv. s.l. fór áhöfn og eigendur Gullvers ásamt mökum til Forth Myers á Florida í árlega ferðaviku saman. Veðrið var afar ljúft miðað við það sem við eigum að venjast hér heima á þessum árstíma og nutu allir þess að sóla sig, skoða sig um og versla jólagjafir á hagstæðu verði. Við brugðum okkur m.a. í fenjaferð ásamt nokkrum félögum okkar og handlékum þar krókódíla og slöngur að vild. Sáum alls konar fugla og dýralíf og nutum þess að geta farið út að borða á hverjum degi og vera bara í fríi. Við kíktum líka á söfn og sóluðum okkur pínulítið, en það varð aukaatriði, það var betra að nota tímann til að gera margt annað, þó gott sé líka að fá smá sól á kroppinn í skammdeginu :)

Flækingar frá hlýrri löndum


Nokkuð hefur verið um flækinga hér undanfarið, m.a. hópur af silkitoppum (yfir 20 stk.) og ein hettusöngvarakerling sem notið hafa góðs af eplum bæjarbúa. Ég set daglega út epli handa þeim og þau eru fljót að hverfa, enda fleiri sem þurfa á þeim að halda, því nokkuð margir skógarþrestir eru hér enn og virðast ekkert á förum...