Tuesday, December 30, 2014

Jólin 2014

Þessi jól voru að sumu leyti óvenjuleg. Veðrið var mjög gott og fallegur jólasnjór, en mikil hálka, en bannsett pest geysaði og við lögðumst öll flöt hvert á eftir öðru með tilheyrandi lystarleysi, svo ekki var mikið borðað hjá okkur þessi jólin !  -    Christmas 2014 in Seydisfjordur with our granddaughter Nina Björg and her parents :)




Suðurferð fyrir jólin !

                                                           Our granddaughter Nina Björg

                                                    My sister became a grandmother :)
                                            The eruption at Holuhraun in November !

Við brugðum okkur suður mánuði fyrir jól, því mörg erindi áttum við, enda ekki komið suður síðan í fyrravetur. Systir mín var nýorðin amma en einkadóttir hennar var að skíra sitt fyrsta barn. Við versluðum auðvitað jólagjafir og hittum flesta ættingja og marga vini, auk þess sem við sáum eldgosið í Holuhrauni á leiðinni heim. Það leit nánast út eins og uppljómaður bær eða borg :)
                               The volcano in Holuhraun in the end of November 2014.

Sunday, December 14, 2014

Wednesday, November 12, 2014

Árlegir flækingar !

Það er árlegt að hingað komi nokkur hópur flækingsfugla á haustin og eru það oft sömu tegundir, þ.e. svartþrestir, hettusöngvarar, glóbrystingar, gráhegrar, gráþrestir o.fl.
Undanfarið hafa ofannefndir fuglar mætt og verið mislengi. Það tekst ekki alltaf að ná myndum af þeim öllum, en oftast nær maður hluta þeirra á mynd.
Hér eru bæði karl og kvenfugl hettusöngvara og svartþrasta en að auki mætti stari sem er að vísu ekki flækingur á landsvísu, en hann er sjaldséður hér.








Friday, November 07, 2014

Slóðir á gamlar myndir frá USA

http://www.shorpy.com/
http://vefir.pressan.is/utlond/2014/11/07/gleymdur-timi-frabaerar-ljosmyndir-fra-bandarikjunum-fyrir-1914/

Thursday, November 06, 2014

Frí frá vinnu á kvennafrídaginn !




Það var fullt hús á Hótel Öldunni á kvennafrídaginn 24. okt. 2014 og mörg stutt erindi flutt. Margt hefur áunnist s.l. öld en betur má ef duga skal, því enn eru launamálin ekki í lagi og svo ólaunuðu störfin á heimilum sem lenda oftar en ekki á kvenþjóðinni...!

Slóð á uppskriftir úr þara !

http://www.blurb.com/books/5695514-fjorefni-ur-fjorunni

Tuesday, October 21, 2014

Skottúr til Húsavíkur

Það hefur staðið til nokkuð lengi að Rúnar færi í aðgerð á hægri hendinni, því lófakreppan sem hefur verið að versna hjá honum s.l. 30 ár, var orðin slæm og tafði hann og hindraði við vinnu.
Á sama tíma ákvað Bergþór okkar að skreppa norður til Húsavíkur með fjölskylduna og hitta okkur þar og drifum við Siggi okkur tímanlega þangað, því veðurspáin var ekki beint góð. En þá kom babb í bátinn, því veikindi stoppuðu Bergþór og co og ég sjálf vaknaði þegjandi hás og kvefuð norðan heiða og sá að ég færi ekki í heimsóknir svona á mig komin. Við kvöddum því Húsavík eftir stuttan stans og héldum aftur austur og tókum þátt í Haustroðanum sem stóð einmitt þessa helgi og vorum með 3 gesti frá Húsavík sem komu á Bocciamót fatlaðra hér í bæ. Það var skemmtilegt að Kiddi Óskars gamall kunningi frá Húsavík skyldi vinna mótið og Seyðfirðingar voru fyrsta flokks gestgjafar :)





Fallegt sólarlag og kvöldverður í Skálanesi !

Á Haustroðanum í fyrra vann ég gistingu og kvöldverð í Skálanesi. Við ákváðum að nota kvöldverðarboðið en sleppa gistingunni, a.m.k. í bili. og drifum okkur eitt fallegt haustkvöld. Á leiðinni blasti sólin við gul og rauð í gasskýi frá eldgosinu í Holuhrauni og alls ekki hægt að sleppa því að festa það á filmu/kubb :) Við áttum svo notalega kvöldstund með Bjarka Borgþórs og nokkrum ferðalöngum sem voru þar staddir !



Sunday, September 28, 2014

Danska prinsateppið - uppskrift !

https://www.facebook.com/pages/KAL-danska-prinsateppi%C3%B0-me%C3%B0-Prj%C3%B3na-J%C3%B3nu/231948783539347

Saturday, September 27, 2014

Wednesday, September 24, 2014

Snilldar ljóð eftir Kristján Hreinsson

ÞÁ VEISTU ÞAÐ
Að skoða stöðugt hvert þú ætlar ekki
sem eilíf þraut mun huga þínum reynast.
Ef óttinn þína sál fær sett í hlekki,
þá sérðu vart hvar tækifærin leynast.
Að geta stefnu fundið fótum sínum
mun farsæl lausn á brautum lífsins vera,
því skaltu geyma von í vösum þínum
og vita hvað þig langar til að gera.
Þú rýna skalt í augnabliksins anda
þá öllum spurningum mun hjartað svara.
Ef þráir þú að viskan leysi vanda
þá veist þú kannski hvert þú ert að fara.

Tuesday, September 23, 2014

Thursday, September 18, 2014

Sunday, August 31, 2014

Uppskerutíminn !

Eftir að við komum heim úr siglingunni, þá var ég í kapphlaupi við tímann, við að bjarga í hús eins miklu af berjum og sveppum og ég gæti, því maður veit jú aldrei hvenær veður breytist til hins verra og enn verra ef það færi að gjósa og aska breyddist yfir allt.




Að sigla með Norrænu !

Við vorum óskaplega heppin með veður á siglingunni frá Íslandi til Færeyja, þrátt fyrir þoku alla leiðina og áfram til Danmerkur í blíðu. En á bakaleiðinni frá Hirtshals til Þórshafnar var leiðindaveður, svo ferjan hjó illa í sjóinn og fáir voru á ferli um borð. Við nutum þess að vissu marki, þar sem við vorum ekki sjóveik og höfðum nóg pláss hvar sem við kusum að sitja um borð. Við hittum og spjölluðum við ýmsa, bæði Íslendinga og útlendinga og reyndum að njóta þess að slappa af á þessari löngu siglingu. Mér tókst t.d.að lesa 2 bækur á hvorri leið og alls 5 bækur á þessum hálfa mánuði, sem er óvenju gott miðað við það sem ég les að jafnaði hér heima. En síðasta siglingin frá Færeyjum og heim var nokkuð góð og Seyðisfjörður tók á móti okkur með sól og blíðu og fullri höfn af ferðafólki sem beið ferjunnar :)




Danmörk kvödd !

Við ókum sem leið lá frá Ribe, framhjá Esbjerg sem við hefðum viljað heimsækja, en tíminn leyfði það ekki. Áfram til Jesperhus blomsterpark og til Hanstholm og loks norður til Hirtshals, þar sem við eyddum restinni af deginum og síðustu nóttinni áður en við tókum Norrænu aftur heim til Seyðisfjarðar. Við vorum með nokkurra ára gamalt leiðsögutæki í bílnum sem tilkynnti okkur alltaf í tíma þegar við kæmum að hringtorgi og hvar við ættum að beygja út úr þeim. Þessi "Roundabout" hljómuðu öðruvísi í eyrum Rúnars en okkar Sigga eyrum og kostaði það mörg bros og heilmikilar rökræður, En dönsku hringtorgin eru eins mismunandi og þau eru mörg og gaman að sjá hve ólík þau eru. Einnig eru þjóðvegirnir vel faldir inn á milli trjáveggja eða akra, þar sem lítið sést nema vindmyllur sem ég reyndar kann vel við að sjá í þessu flatneskjulega landslagi, þær snúast alltaf rólega og hávaðalaust og safna hreinni orku sem er ómetanlegt.Margt fleira væri hægt að telja upp en ég læt þetta nægja að sinni.




Gamli bærinn í Ribe !

Fyrir 19 árum eyddum við dagparti í gamla bænum Ribe á Jótlandi. Þar er elsta samfellda húsabyggð á Norðurlöndum og afar gaman að rölta þar um þröngar steingötur og njóta umhverfisins. Við gistum þarna á nýju og fínu tjaldstæði og heimsóttum fróðlegt safn um Víkingatímann í Danmörku, en héldum síðan norður til Hirthsals til að mæta í Norrænu á réttum tíma.




Hróarskelda og fleira !

Við ókum norður til Hróarskeldu og kíktum þar aðeins á svæðið umhverfis Víkingaskipasafnið og umhverfi Dómkirkjunnar sem var lokuð að þessu sinni. Héldum svo í heimsókn til Sólveigar og Jörns á búgarðinn sem þau eru nýbúin að kaupa og eru að gera upp. Þar gistum við eina nótt (sváfum samt alltaf í húsbílnum) en Erla systir Sólveigar mætti í morgunmat, en síðan kvöddum við þau og héldum til Jótlands, en skildum Hauk eftir hjá þeim :)




Að lokinni kveðjustund !

Á brottfarardegi fóru allir af stað, nema við þrjú og Haukur sem fylgdi okkur. Við renndum niður á syðsta odda Danmerkur, kíktum þar á söfn og skoðuðum hæstu sjávarklettana á Mön, sem mér finnst að ættu að heita Himmelbjerget frekar en litla heiðin á Jótlandi sem fékk það nafn. Við snæddum á frábæru veitingahúsi í Marielyst og  gengum svo frá húsinu í hendur umsjónarmanns og héldum í norður meðfram endalausum maisökrum o.s.frv...