Tuesday, December 30, 2014

Jólin 2014

Þessi jól voru að sumu leyti óvenjuleg. Veðrið var mjög gott og fallegur jólasnjór, en mikil hálka, en bannsett pest geysaði og við lögðumst öll flöt hvert á eftir öðru með tilheyrandi lystarleysi, svo ekki var mikið borðað hjá okkur þessi jólin !  -    Christmas 2014 in Seydisfjordur with our granddaughter Nina Björg and her parents :)




Suðurferð fyrir jólin !

                                                           Our granddaughter Nina Björg

                                                    My sister became a grandmother :)
                                            The eruption at Holuhraun in November !

Við brugðum okkur suður mánuði fyrir jól, því mörg erindi áttum við, enda ekki komið suður síðan í fyrravetur. Systir mín var nýorðin amma en einkadóttir hennar var að skíra sitt fyrsta barn. Við versluðum auðvitað jólagjafir og hittum flesta ættingja og marga vini, auk þess sem við sáum eldgosið í Holuhrauni á leiðinni heim. Það leit nánast út eins og uppljómaður bær eða borg :)
                               The volcano in Holuhraun in the end of November 2014.

Sunday, December 14, 2014