Wednesday, June 08, 2016

Slóð á gamlar myndir !

http://billedarkiv.mfs.dk/fotoweb/Grid.fwx?archiveId=5000&SF_LASTSEARCH=nordfjord&SF_FIELD1_GROUP=1&SF_GROUP1_BOOLEAN=and&SF_FIELD1_MATCHTYPE=exact&SF_FIELD1=seydisfjord&SF_SEARCHINRESULT=0&SF_GROUP1_FIELD=&SF_GROUP2_BOOLEAN=and&SF_GROUP2_FIELD=FQYFT&SF_FIELD2_GROUP=2&SF_FIELD2_MATCHTYPE=exact&SF_FIELD2_BOOLEAN=and&SF_FIELD2=&SF_FIELD3_MATCHTYPE=exact&SF_FIELD3_BOOLEAN=and&SF_FIELD3_GROUP=1&SF_FIELD3=&doSearch=Go

Thursday, June 02, 2016

Óbyggðasafnið í Fljótsdal

Á sunnudaginn skruppum við ásamt kórmeðlimum og fleira starfsfólki kirkjunnar upp í Egilsstaði í Fljótsdal, þar sem nýja Óbyggðasafnið var skoðað. Það reyndist fróðleg og skemmtileg ferð, sem endaði síðan í matarveislu á Skriðuklaustri. Rúnar var bílstjóri í þessari ferð og ég gleymdi myndavélatöskunni í bílnum, en fékk hana sem betur fer aftur !





Snögg ferð til Húsavíkur

Við Rúnar renndum snögga ferð til Húsavíkur fyrir síðustu helgi, til að líta eftir húsinu okkar þar og gera við það sem mest lá á að gera. Rúnar setti nýtt handrið á tröppurnar, ég sló garðinn og klippti niður Hansarósina. Svo kíktum við í nokkrar heimsóknir og settum blóm á leiðið hjá pabba og mömmu og ýmislegt fleira smálegt að vanda og vorum mjög heppin með veður !




Myllusteinar í görðum hér í bænum !

Ég hef lengi verið forvitin varðandi gamlar kornmyllur á Íslandi og leitað mynda og upplýsinga um þær, en lítið fundið og furðað mig á því. Svo datt mér í hug að skoða betur gamlar upplýsingar í "Búkollu" og fann þar heil ósköp af myllutilkynningum hér á Austurlandi. Það kom mér skemmtilega á óvart. Líklega hafa verið a.m.k. 5 myllur hér í Seyðisfirði og þar af eru fundnir steinar úr 4 þeirra, í misgóðu ástandi. Tveir vel með farnir steinar eru hér í garði frá Brimnesi og 2 extra stórir steinar eru nú komnir inn í Fjarðarsel eftir langa útiveru hér við rafstöðina. Loks eru svo nokkrir steinar hér í öðrum görðum, í misgóðu ástandi, en heilir samt.




Góðir gestir, vortónleikar og fleira...!

Tíðin hefur verið óvenju góð í allt vor og 1. júní er allt orðið grænt. En í maí voru ýmsir viðburðir í gangi, m.a. vortónleikar Tónlistarskólans. Svo fékk ég heimsóknir góðra gesta og meira að segja hreindýrin komu hér alveg niður að rafveitunni dag eftir dag í blíðunni :)