Tuesday, August 30, 2016

Uppskeran !

Þetta er tíminn til að safna gjöfum jarðar fyrir veturinn og uppskeran er góð í ár. Skessujurtin er fastur liður, þurrkuð í kippum og sett í krúsir sem krydd í kjötsúpur og á lambakjöt.
Einnig er kartöfluuppskeran nokkuð góð og lítur vel út með gulræturnar sem ég ætla ekki að taka upp fyrr en fer að frysta.... Við höfum verið að borða spínat og salat s.l. 2 mánuði og ennþá nóg til. Einnig eru Chili-ávextir komnir í geymslu og fleiri væntanlegir, svo nóg verður til í kotinu næstu mánuðina :)





Thursday, August 25, 2016

Fleiri hauststörf...

Ég flýtti mér að gera svolítið rifsberjahlaup áður en þrestirnir klára öll berin :)
Svo brytjaði ég slatta af graslauk í frost, því það er svo gott að eiga hann með silung eða laxi í haust eða vetur. Ég kom því líka í verk í sumar að gera pestó úr Basilikunni sem ég ræktaði og margt fleira mætti telja, því náttúran er gjöful við okkur þetta árið :)






Þórarinsstaðir - grein Steinunnar Kr.

https://notendur.hi.is//~sjk/THST_1999.pdf

Sunday, August 14, 2016

Hauststörfin hafin !

Það var óvenju snemma sem hægt var að tína aðalbláber hér að þessu sinni. Ég var byrjuð nokkru fyrir verslunarmannahelgi og hef síðan borðað daglega ný bláber, ýmist með ís eða í bananahræring. Er líka búin að frysta hátt í 20 kg af aðalbláberjum til vetrarins og blandaða berjasaftin og rabbarbarasaft er til í lítravís í frystikistunni. Spurning hvort ég bæti við rifsberjahlaupi eða saft, því nóg er af rifsberjunum ?
Mikið af sveppum eru líka í boði og aðrir jarðarávextir og gróður með betra móti. Grænmetið hefur t.d. sjaldan sprottið jafn vel hjá mér og núna, ekki síst spínat og salötin... Ég fékk hinsvegar lítið af jarðarberjum, því ég endurnýjaði beðið í vor og því allt frekar seint á ferð þar á bæ. En á móti fékk ég loksins slatta af hindberjum úr gróðurhúsinu og meira af sólberjum en áður í uppáhaldssultuna mína.






Fleiri gestir !



Þröstur mágur og Birna ásamt Eiríki syni þeirra komu hér í byrjun ágúst og stoppuðu í nokkra daga. Við skruppum með þeim út í Skálanes í kvöldblíðu, en eitthvað fórst fyrir hjá mér að taka myndir við heimsókn þeirra.
Síðan fékk ég skilaboð frá gamalli skólasystur sem var stödd hér í tilefni af afmæli hennar og vinkonu hennar. Við hittumst og skruppum saman í berjamó, sem var óvænt gaman.
Loks komu svo hér íslensk hjón sem búa í USA, til mín á bókasafnið í leit að myndum frá Vestdalseyri. Konan, Inga Dóra Björnsd. er rithöfundur og ég búin að lesa 2 af bókunum hennar. Það sem meira er, ég hef þekkt systur hennar í áratugi og kannast því við fjölskyldu hennar, svo úr varð heilmikið spjall sem leiddi til þess að ég sagði henni frá konu hér í bæ (Sigríði Matthíasd.) sem er að skrifa og safna heimildum um íslenskar konur sem fóru til vesturheims. Þá vildi svo til að þær þekkjast vel, enda báðar að skrifa um svipað efni. Þær hittumst því að lokum og áttum saman góðan dagpart...!

Thursday, August 11, 2016

http://www.gettyimages.com/photos/%22ralph-morse%22?excludenudity=true&family=editorial&mediatype=photography&page=67&phrase=%22ralph%20morse%22&sort=mostpopular

https://www.google.com/culturalinstitute/beta/asset/iceland/mQHOMbk6Hz_CjA

Slóðir á gamlar myndir !

https://www.google.com/culturalinstitute/beta/search?q=ralph+morse+iceland