Monday, December 12, 2016

Jólaundirbúningur og jólahlaðborð !

Eftir að við komum heim hefur verið nóg að gera, m.a. fóru bæði bæjarstarfsfólk og kórinn saman á jólahlaðborð og svo tók við laufabrauðsgerð og bakstur, auk þvotta og þrifa og alls konar tiltektar sem maður framkvæmir yfirleitt aðeins árlega. Allir gluggir hreinir og jólaljós í flestum gluggum og svo að skrifa á jólakort og ganga frá pökkum o.s.frv... Ekki má heldur gleyma Aðventumessunni sem tókst bara vel og svo afmæli Veigars sem haldið var uppá áður en hann fór suður í jólafrí :)





Smá frí með 2 barnabörnum !

Þegar færi gefst, þá reynum við að eyða tíma með barnabörnum okkar. sem við sjáum alltof sjaldan í eigin persónu, þó Skype bjargi miklu þess á milli.
Á leiðinni til og frá Tenerife gafst smá tími með 2 yngstu barnabörnunum, þeim Nínu Björgu og Þorsteini Darra...+




Wednesday, December 07, 2016

Vikudvöl á Tenerife !

Eins og svo oft áður var ákveðið seint og síðar meir að hluti áhafnar Gullvers færi saman í vikuferð til Tenerife. Við flugum út 16. nóvember og heim 23. nóv. á sextugsafmæli bróður míns !
Ferðin gekk í alla staði mjög vel og Rúnar alsæll með góðu sætin í Icelandair flugvélunum.
Við fórum á bílaleigubíl um öll helstu sveitahéruðin og heimsóttum höfuðborgina Santa Crus.
Öðrum degi eyddum við á litlu eyjunni La Gomera, sem er alveg einstök í sinni röð og vel þess virði að heimsækja hana :)
Ég læt hér nokkrar svipmyndir úr ferðinni til minningar um góða ferð...