Tuesday, June 27, 2017

Miklar rigningar og vatnsflóð !

Dagana 23. og 24. júní rigndi heil ósköp hér á Seyðisfirði, svo allar fjallshlíðar urðu að rennandi lækjum og ám og Fjarðaráin var með stærsta móti og flæddi upp að lóðinni okkar.
Dagmálalækurinn flaut yfir götuna og inn í 3 nálæg hús, svo grafa þurfti skurði í götuna til að hleypa vatninu rétta leið en þá fór í sundur sjónvarps-síma og netkapall fyrir allt hverfið...
Ansi stór aur og grjótskriða féll út við endann á Norðursíld og skemmdi þar 2 hús. Flest hús við lónið sem hafa kjallara fengu flóð þar inn eins og oft hefur gerst áður.
Samt má segja að þetta hafi verið vel sloppið miðað við allt þetta vatnsmagn sem flaut hér til sjávar.






Monday, June 12, 2017

11 nátta ferð til Krítar...

Við ákváðum í vetur að láta loksins verða af því að skreppa til Krítar og keyptum okkur ferð með Heimsferðum 25. maí til 6. júní. Allt gekk vel og við vorum dugleg að fara í skoðunarferðir, nánast daglega, ýmist með jeppum, rútum, lestum eða bátum. Við heimsóttum klaustur, kirkjur, kirkjugarða, lítil þorp, ávaxtadali, bruggverksmiðjur, ólífuverksmiðju, gömlu borgarrústirnar í Knossos og safnið þar. Síðast en ekki síst fórum við í 2 smá siglingar út að eyjunum þar við ströndina og heimsóttum borgina Hania 3var sinnum, bæði í sól og regni.
Heimafólk var mjög yndælt og margt sem við höfðum ekki tíma til að skoða, slepptum m.a. ferð til Santorini, þar sem hún var mjög óhagstæð tímalega séð.
Hér koma nokkrar minningamyndir...

 Munkaklaustur þar sem 4 munkar voru búsettir...
 Kirkjugarður með þúsundum Þjóðverja frá seinni heimsstyrjöld.
 Bruggverksmiðja í kjallara, þar sem þjóðardrykkurinn Raki er bruggaður.
 Vínverksmiðja, þar sem unnin eru vín úr vínberjum eyjaskeggja...
Heimamenn stunda viðarkolabrennslu í stórum stíl að því virtist...
 Gamla borgin Knossos eftir uppgröftinn...
 Safnið með gömlu minjunum frá Knossos...
 Á leið í 2ja tíma siglingu...
 Hægt var að snorka og synda í volgum sjónum ef maður vildi....
Hafnarsvæðið í Hania skoðuðum við þrisvar ásamt miðbæ Hania...

Stutt stopp hjá barnabörnunum !

Á leið okkar til Krítar áttum við stutt stopp með Bergþóri okkar og fjölskyldu í Kópavogi. Við skruppum snögga ferð með þeim í Costco og getum ekki sagt að við værum neitt hrifin af öllum biðröðunum og fleiru sem mér finnst fráhrindandi. Þó stutt væri, þá voru þetta góðar samverustundir og hér koma nokkrar myndir til minningar um það :)