Tuesday, March 06, 2018

Flækingarnir í garðinum mínum :)

Í vetur hafa verið nokkrir flækingar fastagestir hjá okkur í garðinum, enda sækja þeir í ætið sem daglega er borið út fyrir þá og þeir launa manni með líflegri nærveru sinni.
Það eru Glóbrystingur og Hettusöngvari (kvk) sem hafa lengst dvalið hjá okkur, ásamt 3 gráþröstum og nokkrum svartþröstum.
Einnig birtist af og til ein Silkitoppa sem gleður augað í hvert sinn.



Erindi um frú Pálínu (eldri) Waage !

Sigríður Matthíasdóttir sagnfræðingur sem ritað hefur um vesturfarakonur, hélt erindi um Pálínu Waage eldri og sagði frá ferð hennar til Ameríku og viðskiptadugnaði hennar og fjölskyldu hennar, en í hennar tíð var lítið um að konur væru jafn vel menntaðar og hún og virkar í atvinnulífinu.
Þar sem ég varð til þess að segja Sigríði frá Pálínu og kynna henni málið, þá mætti ég að sjálfsögðu ásamt meira en tug manna og kvenna.


Viskubrunnur 2018

Hin árlega spurningakeppni VISKUBRUNNUR fór fram í febrúar. Keppnin var hörð undir það síðasta og lauk með naumum sigri liðsins frá Frumkvöðlasetrinu. Lið Skálaness varð nr. 2 og lið frá Afli varð nr. 3.