Wednesday, February 27, 2019

Sunday, February 24, 2019

Sólarfrí á Tenerife !

Það var ósköp notalegt að eyða 3 vikum á Tenerife og þvælast þar um bæði á bílaleigubíl og rútum til að skoða sem flest. Rúnar stóð sig vel að keyra á þessum afar mjóu og hlykkjóttu vegum víða um eyjuna, þegar við heimsóttum marga nýja staði, með viðkomu á öðrum sem við höfum heimsótt áður.  Skoðuðum t.d. píramídasafnið Guimar sem var fróðlegt að sjá og ýmsa bæi, m.a. La Laguna og bæinn þar sem stóra drekatréð er. Einnig bæinn þar sem styttur af 9 frumbyggjakóngum standa við höfnina, þar sem dómkirkja bæjarins stendur.
Við hittum líka marga Íslendinga sem gaman var að kynnast og spjalla við og erum komin í samband á Fb. við suma þeirra :)
Hótelið okkar á Tenerife, sem við vorum á í annað sinn á á nokkrum árum.
Sólbaðs-aðstaðan var nokkuð góð þarna, bæði í garðinum og uppi á þakinu...
Píramídasafnið var áhugavert að heimsækja, en erfitt að finna réttu leiðina án hjálpar.

Gamla fræga drekatréð sem við fóru og skoðuðum.


Snjór í mesta skammdeginu !

Það snjóaði drjúgt í mesta skammdeginu og fuglarnir þurftu æti til að lifa af.
Hinsvegar var verra að það kviknaði í Litla Wathneshúsinu og enn óvíst hvort það verður byggt upp aftur eða rifið niður ??  
Við keyptum okkur 3ja vikna ferð til Tenerife frá lokum janúar til 19. febr. til að stytta versta skammdegið sem þreytir mann meira núorðið en áður !




Slóð á fornleifaskýrslu um Vestdalseyri + Vestdal

https://www.sfk.is/static/files/byggingafulltrui/2018/fornleifar_vestdalseyri_mai2018.pdf?fbclid=IwAR1GcjtWVx5SCYC_wiy8Yvx0GBvD0u3cuVO8vngpyoyLRpfm6-jepsqMzQ0