Monday, December 30, 2019

Jól sunnan heiða !

Það var löngu ákveðið að dvelja eina viku um jólin í Reykjavík og nágrenni. Rúnar fékk leigða rúmgóða íbúð í Mánatúni 3 og þangað mættu Jóhanna okkar og fjölskylda ásamt okkur Rúnari og Sigga B. Bergþór og fjölskylda borðaði svo með okkur nokkra daga og við áttum góðar stundir saman.
 Á Aðfangadagskvöld snæddum við kalkún sem Mo eldaði hjá Bergþóri og co...
 Barnabörnin fjögur, Adam, Sumaya Rós, Nína Björg og Þorsteinn Darri :)
 Við gamla settið með alla okkar afkomendur og tengdabörnin tvö...
 Göngutúr út á Laugarnesið var hressandi og veðrið nokkuð gott !
 Við skelltum okkur með 3 afkomendur á sýninguna Fly over Iceland og líkaði vel :)
Harpa mágkona hélt fjölskylduboð hjá Ellu + co, í tilefni af 60 ára afmæli hennar...

Monday, December 09, 2019

Flækingsfuglar á fóðrum !

Það er árlegt að fá hingað erlenda flækingsfugla sem lenda í vindasömum lægðum og enda hér á landi. Það eru sem betur fer, býsna margir sem hafa gaman af að fylgjast með þeim og fóðra þá. Hér má sjá nýjustu flækingana hjá okkur, en það eru 2 gráhegrar, nokkrar silkitoppur, 2 gráþrestir og svartþrestir, auk litlu hettusöngvaranna. Þeir eru misfrekir á fóðrum og hver við annan, nema gráhegrar sjá um sig sjálfir og veiða silung úr ánni eða fisk við sjóinn.
                                                             Annar Gráhegrinn...
                                                 2 af  Silkitoppunum sem eru hér
                                                    Einn af svartþröstunum....  karlfugl
                                              Hettusöngvarafrú !
                                              Annar freki gráþrösturinn !