Saturday, March 21, 2020

Gamlar bækur og tímarit í Öldutúni

Við Sonia á Bókasafninu fluttum allar gömlu bækurnar úr Steinholti niður í Öldutún (nema þær sem við neyddumst til að henda, ástarsögur + nokkrar skáldsögur) og þar getum við og aðrir sem koma þangað sótt okkur lesefni að vild :) 



Kafsnjór og ótíð !

Það rættist sannarlega að Öskudagur á 18 bræður, því veðráttan var hundleiðinleg í nokkrar vikur á þessu tímabili og Covid19 - kínaveiran (kórónaveiran) hefur verið að hrella jarðarbúa síðan í lok janúar, þegar fyrst fréttist af henni. Austfirðingar hafa sloppið vel hingað til, engir veikir ennþá, þó margir séu í sóttkví heima, eftir dvöl erlendis. Ég passaði hænsnin fyrir Önnu og Guðna á meðan þau skruppu til Kanarí, en sú dvöl varð stutt og snubbótt og nú dvelja þau í heimasóttkví :(
Vetrarfuglarnir eru líka sísvangir og nóg að gera við að fóðra þá greyin alla daga og moka snjó....