Wednesday, April 29, 2020

Meira bakað þessa Covid 19 vikur !

Þar sem enginn samgangur er á milli fólks á þessum síðustu og verstu vikum/mánuðum, nema í mesta lagi spjall í verslunarferðum og á rölti um bæinn, þá hefur maður meiri tíma heima og vegna veðurs hef ég oft dundað við að baka meira en ég hef gert s.l. ár. Það helsta er Bananabrauð, muffins, pönnsur, vöfflur, hafraköku og svo páskatertan :)







Ný rafmagnshjól

Á sumardaginn fyrsta var Rúnar búinn að splæsa í ný rafmagnshjól handa okkur í staðinn fyrir gömlu ryðguðu hjólin okkar. Þau hafa reynst vel og mikill munur að geta nú skroppið út fyrir bæinn og upp brekkurnar, sem við lögðum ekki í að hjóla á gömlu hjólunum.


Monday, April 06, 2020

Kórónaveiran (Covid 19) sem fyrst greindist í Kína, hefur nú tröllriðið mannkyninu í 3 mánuði og þúsundir manna látist víða um heim (þó aðeins 4 Íslendingar þegar þetta er ritað 6. apríl 2020.)
Við Rúnar höfum verið hér heima og lítið farið nema í búðir. Þó skrapp hann suður í eina viku til að passa barnabörnin fyrir Bergþór og Hildi, en ég var hér heima að passa hænurnar fyrir Önnu og Guðna sem voru stödd á Kanarí á sama tíma. En allir voru reknir heim og flestir eru í einangrun til öryggis, sérstaklega fólk á elliheimilum og spítölum o.s.frv....

Slóð á grein Jóns B. G

https://timarit.is/page/6483049?iabr=on&fbclid=IwAR0Ct61jbr31_WD9dvIZlqeJPRElmF4drt5E0rmdc7vpU5ovduMmzV6aY60#page/n0/mode/1up/search/%22aldurhniginn%20f%C3%A9ll%20%C3%A1%20fold%22