Sunday, July 19, 2020

Fleiri gestir á Seyðisfjörð

Helgi bróðir Hildar og Ólöf komu líka með börnin sín, Eddu sem átti 4 ára afmæli hjá okkur og Ara 7 ára. Við öll 11 manns áttum saman nokkra góða daga og myndirnar eru til minningar um það.





Húsavík, Ásbyrgi + Bjarmaland

Ákveðið var að við færum til Húsavíkur og hitta Bergþór + co þar. Notuðum biðtímann til að slá lóðina og ná í timbur, tjörupappa, nagla og fleira fyrir viðgerðir á þakinu. Fórum síðan í Ásbyrgi og veiðitúr í Bjarmaland, áður en ekið væri austur á Sf.




Göngu-og-hjólatúrar

Á góðviðrisdögum er upplagt að skreppa og skoða eitthvað nýtt. Við hjólunum einn sólskinsdag upp á Vestdal og skoðuðum þar fallegan foss og umhverfi hans sem var alveg þess virði.
Annan góðan dag ókum við upp á efri Jökuldal og gengum upp í Stuðlagil, sem er orðinn einn vinsælasti ferðamannastaðurinn hér eysta þetta sumarið. Enda er þetta meiriháttar staður.
Ég læt myndirnar tala :)



Óvæntir gestir :)

Það er alltaf gaman þegar óvæntir gestir birtast, ef vel stendur á hjá manni.
Ferðafélagar okkar frá í haust birtust hér einn góðan veðurdag og voru hress að vanda.
Donna og Óli, takk fyrir komuna :)
Fleiri óvæntir gestir komu, m.a. Björg Bergsteindóttir og hennar sambýlismaður Gunnar Karlsson. Fleiri gestir mættu óvænt, en myndir vantar af þeim, því miður !