Wednesday, July 27, 2016

Bergþór og fjölskylda...

Bergþór og fjölskylda hans komu austur áður en Siggi fór til Noregs með eldri barnabörnin okkar. Við áttum góðar stundir saman þessa fáu daga, en síðan dvöldu Bergþór + co í viku til viðbótar.
Við héldum upp á 1. árs afmæli litla prinsins, Þorsteins Darra og börnin voru ótrúlega góð að leika sér saman þessa daga. Þegar rigndi þá var pússlað, perlað og horft á barnaefni m.m.
Verst var að veðrið var ekki nógu gott alla dagana, en það hefði líka getað verið verra !






Barnabörnin í heimsókn !

Við tókum 2 elstu barnabörnin okkar með til Íslands frá Noregi. Þau dvöldu hér hjá okkur í 2 vikur, en fóru þá með Sigga móðurbróður þeirra aftur út til Noregs. Allt gekk vel bæði hér heima og ferðirnar, þó vissulega væru ýmsar tafir sem þreyta fólk á öllum aldri....
Yngri barnabörnin 2 komu líka í heimsókn áður en dvöld þeirra eldri var á enda...!






Monday, July 11, 2016

Helgarheimsókn til Osló

Þröstur bróðir Rúnars býr með fjölskyldu sinni í Osló og við eyddum annarri helginni með þeim feðgum (Þresti og Eiríki), en aðrir meðlimir fjölskyldunnar voru á ferðalagi, m.a. á Íslandi.
En við skruppum m.a. í skemmtigarð með börnin og áttum góða helgi saman.





Harpa heimsótt til Stavanger !

Við skruppum til Stavanger í 3ja daga heimsókn til Hörpu mágkonu og fengum mjög góða daga þar og gátum skoðað ótrúlega margt á þessum stutta tíma. Sigldum út í dásamlega fallega blómeyju sem er vinsæl meðal ferðamanna og ókum inn í þrönga dali, skoðuðum söfn, gamalt munkaklaustur, dómkirkjuna og röltum um gamla bæinn í Stavanger og m.fl.





Ferð til Norge !

Við höfum heimsótt Jóhönnu dóttur okkar og fjölskyldu árlega, síðan þau fluttu til Noregs fyrir rúmum 5 árum. Þau eru núna búsett á 3ja staðnum frá því við komum til þeirra fyrst. Þar sem þau eru núna má finna nokkra aldagamla grafhauga frá víkingatímanum og það er stutt til Gardemoen flugvallar og sá galli fylgir að flugvélahávaði er daglegt brauð alla daga.  Þrátt fyrir það er mikið fugla og dýralíf í kringum þau. Hjartardýr hafa þau laðað heim með brauðgjöfum og sama má segja með alla fuglana sem eru þar daglega, að ógleymdum dásamlegum fiðrildum sem halda þar til. Ég var hinsvegar ekki eins hrifin af því að vera vakin kl 6 á morgnana af krákum sem gogguðu í gluggana til að biðja um meira brauð....!
En myndir segja meira en nokkur orð og ég læt þær tala.....