Friday, January 27, 2023

Hreindýr og rjúpur niður í bæ !

 Það hefur oft gerst í snjóþungum vetrum að bæði hreindýr og rjúpur hafi komið niður í bæ í leit að æti. Undanfarið hafa hreindýrin haldið til hér í við bæinn og rjúpur hafa séðst hér víða í runnum, enda er þykkur snjór yfir öllu og lítið um æti fyrir þessi dýr, nema helst hér niður á láglendinu.





Vetur í bæ og Þorrablót !

 Það hefur verið óvenju risjótt veður eftir áramótin og hitinn hoppað óvenju mikið upp og niður. Ég hef þrjóskast við að moka snjó og fóðra fuglana eftir þörfum og Rúnar snúist við ýmislegt, enda alltaf einhver verkefni sem okkur berast úr ýmsum áttum, eins og beiðnir um ljósmyndir sem notaðar hafa verið jafnt í sjónvarpinu og í bókum, tímaritum og fleira. Svo fórum við á Þorrablót sem reyndist býsna gott, en það gleymdist að taka myndir nema þessa einu sem hér fylgir með.  Að síðustu má geta þess, að á góðviðris- dögum hefur verið óvenju mikið af glitskýjum hér á himni eins og víðar um landið...

                                                Ríkey Ásta og hennar sambýlismaður.
                                              Glitskýin sem glatt hafa okkur í janúar.
                                                  Snjórinn sem allt setti á kaf um tíma...
                                             Það þurfti heilmikið að moka snjó um tíma !

                                                

Saturday, January 14, 2023

Hilla frænka látin !

 Hilla móðursystir mín lést á Húsavík á nýársdag og var jarðsett föstudaginn 13. janúar. Veður var gott og fært norður, þannig að við ákváðum að skella okkur af stað kvöldið 12. jan og gekk ferðin vel. Við þurftum hinsvegar að moka okkur inn í Hlíð, því tröppurnar voru yfirfullar af klaka og snjó sem hafði hrunið af þakinu ofan á þær. Okkur tókst að hreinsa þær og notuðum tímann til að gera ýmislegt áður en við mættum í útförina og í kirkjugarðinn. Ég tók myndir með leyfi frá Sidda frænda. Loks fórum við í kaffi í Hlyn og hittum þar marga og mikið spjallað. En loks af stað aftur austur síðdegis, því enn var fært og veður skaplegt, svo allt gekk vel og heim komum við um kl 20 á föstudagskvöldinu.

Þess má geta að Gurrý fékk blóðtappa og lenti til Akureyrar þess vegna og Svenni sagði okkur að Guðný Anna hefði líka fengið blóðtappa nýlega, svo þær frænkur eru báðar á síðasta snúningi, því miður ❤





Eldhúsið tekið í gegn !

 Skömmu áður en Siggi Birkir flaug til Tenerife með vinnufélögum hans, þá ákváðum við að taka eldhúsið í gegn, því bekkplöturnar voru orðnar ljótar og illa farnar. Rúnar pússaði þær vel og vandlega og bar svo 3 umferðir á þær á meðan við vorum bara tvö heima. Ég sá hinsvegar um að gera allt klárt og tæma allt dót af borðum og bekkjum og síðan að þrífa allt vel og setja upp hreinar gardínur og ganga frá. Þetta kláraðist áður en Siggi kom heim 💗




Mikill snjór á suðvesturlandi !

 Við yfirgáfum Reykjavík og nágrenni sólarhring áður en við þurftum að skila íbúðinni, því veður var gott og spáin góð fyrir daginn, enda gekk ferðin austur eins og í sögu, þó það væri ansi mikill snjór alla leið að sunnan og langleiðina í öræfin, en þar var snjólítið og víða næstum autt, sem betur fer. Ég leysti Rúnar af um tíma, svo hann gæti hvílt sig og sofnað, enda leiðin alltof löng til að aka hana einn alla leið.  Hvar sem maður stoppar til að næra sig á leiðinni þar er/var ótrúlega mikið af ferðafólki (mest Asíufólk) og ekkert nema erlend tungumál, hvert sem farið er og skiptir ekki máli hvort það er vetur eða sumar !

                     Skógarfoss var umvafinn snjó og klaka, en slíkt höfum við aldrei séð fyrr !
                                    Suðurlandið var allt þakið snjó og klaka og hálka á köflum.
                        Suðausturhorn landsins var hinsvegar snjólétt og nokkur hreindýr þar á ferð.