Thursday, April 21, 2022

Farfuglarnir streyma til landsins !

 Undanfarnar vikur hafa farfuglarnir streymt til landsins, þúsundum saman og gleðja okkur með nærveru sinni. Tjaldarnir voru fyrst mættir, svo komu gæsir, álftir, skógarþrestir og fleiri fuglar í hópum og hafa verið að koma sér fyrir hér í kringum okkur eins og þeir hafa gert á hverju vori, árum saman :) 

Nokkrir flækingar hafa verið hér í bænum í vetur og eru hér ennþá, þeir fyrirferðamestu eru gráþrestir og svartþrestir, en einnig glóbrystingur og hettusöngvarar sem hafa þraukað hingað til <3








Monday, April 11, 2022

Suðurferð og tvær fermingarveislur !

Eftir að hafa fengið boð í 2 fermingar með viku millibili sunnan heiða, ákváðum við að slá til og skreppa suður og heimsækja ættingja og vini ásamt því að útrétta ýmislegt sem okkur vantaði, þar sem engar búðir hér eystra hafa slíka hluti til sölu. Ferðirnar gengu vel í báðum leiðum og gaman að hitta alla ættingjana + vinina og eyddum líka tíma með barnabörnum okkar og buðum öllum okkar á sýningu hjá Fly over Iceland sem allir höfðu gaman af 💙