Tuesday, September 22, 2020

Haustlitadýrðin !

 Sum haust verður náttúran einstaklega falleg og fjölbreyttir litir út um allt. Hér eru nokkur sýnishorn :) 

Uppskerutíminn !

 Í vor setti ég niður kartöflur, gulrótarfræ, spínatfræ og fleira grænmeti að venju.  Nú er kominn uppskerutími og um leið að tína ber og sveppi til að frysta fyrir veturinn og búa til sultu og saft.


Saturday, August 29, 2020

Gönguferð í Stapavík

 Það hefur lengi staðið til að rölta yfir í Stapavík sem er norð-austan við Unaós. Veður var gott 26. ágúst svo við ákváðum að drífa okkur af stað með nesti og hlýlega klædd til öryggis. Leiðin reyndist falleg, en skelfilega erfið gönguleið eftir nýjum grófum gangstígum sem vont er að ganga eftir. Við vorum því ansi þreytt er við komum til baka í bílinn....

Vinnuferð til Húsavíkur

 Í byrjun ágúst var veður hagstætt til að fara í viðgerðir á þakinu á Hlíð og Didda systir og Rúnar hennar gátu komið norður, svo við skelltum okkur ásamt Sigga okkar og rifum 1/4 af þakinu og skiptum um bæði burðarbita og allt timbur, enda allt orðið fúið og löngu tímabært að laga það, þó ekki væri tími fyrir meira, nema við Siggi skröpuðum tröppurnar og máluðum þær hvítar, því rauða litinn var ekki hægt að fá....


Sunday, July 19, 2020

Fleiri gestir á Seyðisfjörð

Helgi bróðir Hildar og Ólöf komu líka með börnin sín, Eddu sem átti 4 ára afmæli hjá okkur og Ara 7 ára. Við öll 11 manns áttum saman nokkra góða daga og myndirnar eru til minningar um það.

Húsavík, Ásbyrgi + Bjarmaland

Ákveðið var að við færum til Húsavíkur og hitta Bergþór + co þar. Notuðum biðtímann til að slá lóðina og ná í timbur, tjörupappa, nagla og fleira fyrir viðgerðir á þakinu. Fórum síðan í Ásbyrgi og veiðitúr í Bjarmaland, áður en ekið væri austur á Sf.
Göngu-og-hjólatúrar

Á góðviðrisdögum er upplagt að skreppa og skoða eitthvað nýtt. Við hjólunum einn sólskinsdag upp á Vestdal og skoðuðum þar fallegan foss og umhverfi hans sem var alveg þess virði.
Annan góðan dag ókum við upp á efri Jökuldal og gengum upp í Stuðlagil, sem er orðinn einn vinsælasti ferðamannastaðurinn hér eysta þetta sumarið. Enda er þetta meiriháttar staður.
Ég læt myndirnar tala :)Óvæntir gestir :)

Það er alltaf gaman þegar óvæntir gestir birtast, ef vel stendur á hjá manni.
Ferðafélagar okkar frá í haust birtust hér einn góðan veðurdag og voru hress að vanda.
Donna og Óli, takk fyrir komuna :)
Fleiri óvæntir gestir komu, m.a. Björg Bergsteindóttir og hennar sambýlismaður Gunnar Karlsson. Fleiri gestir mættu óvænt, en myndir vantar af þeim, því miður !


Tuesday, June 02, 2020

Önnur skyndiferð norður !

Hallur systursonur Rúnars skrapp með fjölskylduna til Húsavíkur föstudaginn fyrir Hvítasunnu og við ákváðum að renna líka norður og fengum hann til að kíkja á þakið á Hlíð og meta ca. kostnað við endurnýjun þess. Hittum Önnu Mæju + Sigga og ýmsa fleiri og fengum gott veður, svo ég gat slegið lóðina og sett sumarblóm við leiði M+P í kirkjugarðinum <3 nbsp="" p="">Mikið var um álftir á fjöllunum og við sáum líka hreindýr á nokkrum stöðum :)Slóð á fallegar fugla og dýramyndir

https://www.flickr.com/photos/157908496@N08/albums/72157714437295276