Sunday, April 07, 2024

Farfuglar og flækingar !

 Á hverju vori mæta farfuglarnir á misjöfnum tíma og nokkrir flækingar þvælast yfirleitt með eins og vanalega. Læt hér myndir af þeim sem við höfum séð undanfarið :) 

Vepjan var mætt í fjörðinn fyrir páska...
Fjöruspóann sá Rúnar 7. apríl
                                     Gráhegrinn kúrir enn hér í skjólinu neðan við okkur.





Saturday, April 06, 2024

Handklæðaskreytingarnar á rúmunum okkar !

 Til gamans og til að hafa myndirnar saman á einum stað, þá set ég hér þær handklæðaskreytingar sem þrifastrákurinn setti á rúmin okkar nokkrum sinnum.






Fugla og dýralíf við hótel Sharm Reef !

 Mikið var um fugla sem komu daglega að hótelinu, til að fá sér að drekka í sundlaugunum og einnig sáum við næstum daglega litlar eðlur sem skutust meðal blóma og runna í garðinum...

                       Krákurnar voru duglegar að mæta og betla brauð þegar við sátum úti með bita.
                       Herfuglar voru daglega í garðinum, en voru ekki eins mannelskir og aðrir fuglar.       
                      Kúhegrar komu daglega og stundum margir í einu, en myndina af þeim fann ég ei.
                       Gráspörvar voru allsstaðar í garðinum og sífellt að fá sér sopa úr laugunum.
                Dúfurnar voru líka einna fyrirferðamestar og flestar af daglegum fuglum í garðinum.
                 Þessi litli ránfugl sást af og til, en kom aldrei niður á laugarbakkana eins og hinir.
               Litlu eðlurnar voru meira og minna á ferðinni, meira að segja sá ég eina innan dyra.


Lagt af stað í langferð með afkomendum okkar !

 Það var Jóhanna okkar sem stóð fyrir því að við færum til Sharm El Sheikh í Egyptalandi í tilefni af því að ég vildi fara eitthvað með alla okkar afkomendur, en Mo gat aðeins verið með við þessar aðstæður.  Fyrst ókum við 3 suður í blíðskaparveðri, viku fyrir páskavikuna og gistum 1 nótt hjá Bergþóri + co, en síðan aðra nótt í Keflavík fyrir brottförina til Osló. Þar gistum við öll 7 hjá Jóhönnu + börnum hennar í eina nótt áður en allur hópurinn 10 manns flaug til Egyptalands.

                               Hótel Sharm Reef, sem var snyrtilegt, góð þjónusta og fullt fæði.
                         Tvær sundlaugar voru í hótelgarðinum og þar hægt að busla og sóla sig að vild.
                          Börnin voru dugleg að nota sundlaugarnar og njóta þess sem í boði var.
   
                               Við fengum sérstakt borð í hótelsalnum fyrir okkar 11 manna hóp.
                                  Sigling á Rauðahafinu var til að geta snorkað og kafað að vild.
                                 Allir fóru í sjóinn nema kuldaskræfan ég, sem var óvænt kvefuð.
                                      Í Safari-ferð um eyðimörkina var gengið um krókóttan dal.
                          Þarna í eyðimörkinni renndum við okkur á þotum og brettum eins og í snjó.
                         Boðið var upp á smá útreiðartúr á úlföldum og líka ferð á fjórhjólum.
                    Við Rúnar hittum hinsvegar þennan úlfalda á röltinu um bæinn Sharm El Sheikh.
                Á heimleiðinni var páskalambið snætt hjá Jóhönnu í Noregi, áður en haldið var heim.


Sýnishorn af vetrinum í byrjun árs 2024

Veturinn var snjóléttur framundir páska en ansi kaldur á köflum og því urðu ansi mikil svell víða á sléttlendi og mikið mál að brjóta klakann í von um að losna við kal á lóðinni okkar...