Thursday, December 28, 2023

Svangir fuglar í kulda og snjó !

 Þegar vetur ríkir með kulda og snjó, þá er erfitt tímabil hjá blessuðum fuglunum og ég hef því reynt eftir bestu getu að halda lífi í þeim, því alltaf er slatti af flækingum, mest svörtum og gráum þröstum ásamt skógarþröstum sem ekki komu sér í burtu tímanlega. En í þetta sinn voru nokkrar silkitoppur eftir hjá okkur og svo að sjálfsögðu dúfurnar, máfarnir og krummi ! Gráhegrinn sem við sáum til 20. des virðist hafa stungið af, eða við ekki leitað hans nógu vel...?





Jólin okkar í rólegheitum þetta árið !

 Jóladagarnir okkar voru rólegir og mestur tími fór í að sortera og pússla 3000 kubba mynd sem Siggi gaf okkur ! Það snjóaði líka eitthvað flesta dagana eða næturnar og ég mokaði því snjó flesta daga...








Sunday, December 17, 2023

Slóð á frásögn í Lifðu núna eftir Matthildi Björnsd

 https://lifdununa.is/grein/ekki-ast-vid-fyrstu-syn-en-einlaeg-vinatta/?fbclid=IwAR02gWjydHSezAMiPh4VvB8K6DbltKIKI5lKeelS1NMCjHDNLPpRjXJhlb4

Friday, December 15, 2023

Aðventumessa og kóræfingar með 3 af LungA strákunum, Dag, Esjar og Úlfgrím !

 Ég og Óla Mæja vorum beðnar um það í haust að sitja fyrir svörum hjá LungA krökkunum í Herðubreið einn daginn og það gekk bara nokkuð vel held ég. Að loknu almennu spjalli spurði ég hópinn á íslensku hvort ekki væru einhverjir í hópnum sem væru vön að syngja í kór og 3 strákar svöruðu því játandi og voru tilbúnir að mæta á æfingar og syngja með okkur fram undir jól. Það gekk svo ljómandi vel.   Ástralinn Shan Turner Carol mætti aftur og kennir þeim og fylgir þeim eftir. Myndirnar eru frá æfingu fyrir Aðventuna og frá hljóðu samverunni með kertin að messu lokinni...




Varðandi tímaritið Gletting og Sögu Seyðisfjarðar !

 Þess má geta að ég var tilnefnd í sögunefnd til undirbúning útgáfu á Sögu Seyðisfjarðar sem lengi hefur staðið til að yrði kláruð og gefin út, en það hefur dregist ansi lengi. En ég hef þó mætt á nokkra fundi.          Einnig var ég sett í stjórn tímaritsins Glettings og hef verið þar við að aðstoða stjórnandann, Magnús Stefánsson, sem fékk mig til að yfirfara greinar eftir Reynir bónda og útvega myndir, bæði með þeim greinum og svo vildi hann kynna mig sem einn af þeim ljósmyndurum sem tengjast tímaritinu. 




Monday, November 20, 2023

Héraðsskjalasafn Þingeyinga

 Í fyrra hófst stafræn endurgerð á Þingeyingaskrá Konráðs Vilhjálmssonar hjá Héraðsskjalasafni Þingeyinga. 24 bækur voru skannaðar og síðan birtar á skjalavef safnsins. Í ár er unnið að því að skanna næstu 24 bækur. Nú eru næstu 12 bækur komnar á vefinn og því eru 36 bækur aðgengilegar á skjalavefnum. Verkefnið er unnið með styrk frá Þjóðskjalasafni Íslands.

Sunday, November 12, 2023

Anna Þorsteinsdóttir 90 ára 💗

💗 Svo ánægjulega vildi til að Anna móðursystir Rúnars varð 90 ára 30. okt. s.l. og allir nánustu ættingjar voru velkomnir í kvöldverð með henni í Fjörukránni hjá Jóa frænda þeirra í tilefni dagsins. Við Rúnar flugum suður og hittum þar fjölskyldu Önnu og systrabörnin, Boga, Kristrúnu, Binnu og Þorstein frá Seyðisfirði. Það vantaði bara Hörpu og Þröst. Þetta var mjög glöð samkoma og gítarleikarinn reyndist vera gamall skólabróðir Rúnars frá Eiðum, Kjartan Ólafsson.








Fleiri Hettusöngvarar !

 Það hefur lítið bæst við af flækingum, nema tvær hettusöngvara-frúr sem tóku við af karlfuglunum. Gráhegrinn er hér enn 12.11.23 og sama má segja um svartþrestina og silkitoppurnar...



Thursday, October 26, 2023

Flækingsfuglar haustins !

 Fuglaflækingar haustins voru fáir til að byrja með, en svo skyndilega birtust margir í viðbót og ég hef náð myndum af flestum tegundunum og læt þær fljóta hér með :) <3 

Tveir svartþrestir kk, ungur og fullorðinn hafa verið hér fyrstir. Svo kom Gráhegri, styggur eins þeir eru allir. Síðan birtust 3 hettusöngvarar kk, og að lokum mættu svo 4 silkitoppur í dag.  Svo er spurning hvort að fleiri eigi ekki eftir að mæta ?  :) 






Skroppið síðustu haustferðina til Húsavíkur !

Við skruppum að venju norður á Húsavík í haust til að ganga þar frá því sem þörf var á og kíktum í Bjarmaland í leiðinni, en sáum enga silunga í kílnum. En veðrið var gott og allt gekk vel...





Haustuppskeran í þokkalegu lagi :)

 Haustverkin hjá mér hafa verið svipuð í ár og vanalega. Ég týndi tugi kílóa af berjum, mest bláber, en einnig krækiber, sólber, hindber og jarðarber, ýmist úti í náttúrunni eða í mínum eigin garði.  Bjó til heilmikið af saft og sultu sem ætti að endast í vetur.  Sveppir voru líka tíndir í miklu magni og þeir steiktir og settir í frost í hæfilegum skömmtum. Síðast en ekki síst tók ég upp kartöflur, gulrætur og annað grænmeti sem er þó í minna magni en oftast áður.








Ýmis haustverk !

Við Rúnar og Siggi höfum gert ýmislegt  nú í haust, Siggi bauð mér á rúntinn uppá Bjólf og Rúnar stússað við ýmislegt bæði heima og í og við golfskálann. Siggi lenti svo í kuldaveðri uppi á Hellisheiði að brjóta niður klaka af fjarskiptamastri sem virkaði ekki fyrr en klakinn var brotinn af :) 





Spennandi uppskriftir !

 Slóð á girnilegar ávaxtauppskriftir fr´ða Lindu Ben:

 Lindu Ben

Wednesday, September 20, 2023

Minningarskjöldur um Vesturheimsfara frá Seyðisfirði fyrir rúmri öld !

 Hópur Vestur-Íslendinga mætti til Seyðisfjarðar 3. sept. 2023 og afhjúpaði þessar upplýsingar til minningar um alla þá Seyðfirðinga + Austfirðinga sem flúðu til Ameríku vegna harðinda sem voru hér fyrir rúmri öld. Ferne Guðnason afkomandi Margrétar og Jóhanns í Hólma sem verið hafði í sambandi við mig út af myndum af Hólmafólkinu, kom ásamt frænku sinni og ég lét hana hafa myndir á minniskubb sem ég vona að hún verði sátt við ? :) 





Slóð á frásögnina um Eiðabræður !

 https://www.marvidar.com/helgi_thora_og_eidabraedur/

Thursday, August 31, 2023

Harpa í vikuheimsókn !

 Meðan Harpa stoppaði hjá okkur, þá gerðum við ýmislegt saman, m.a. fórum við upp í Óbyggðasetrið og sáum að því hefur verið breytt mikið frá því við komum þar síðast. Ég skrapp líka með hana niður í Öldutún og heilsuðum uppá eldri íbúa bæjarins sem þangað mættu. Fórum í bíltúra um fjörðinn og göngutúr með Binnu inn í Fjarðarsel og síðast en ekki síst að skoða fornleifauppgröftinn við Fjörð.





Monday, August 21, 2023

Slóð á greinar um Helga Hallgríms og Þóru Egypt-fara !

 https://www.marvidar.com/helgi_og_thora/

Slóð á gamlar Sf-myndir Steingríms Kristinssonar frá Sigló

 https://sites.google.com/site/skolsig/hver-er-sidhueigandinn/sildarverksmidhjurnar/seydhisfjoerdhur/myndir-sey%C3%B0isfj%C3%B6r%C3%B0ur?fbclid=IwAR3t5Snf9nhuYsISU6K-teIngMmmFmkFRRyg7ymDwAXIyuGW6DABYEkQEBs

Sunday, August 20, 2023

Gleðigangan þetta árið !

Hin árlega GLEÐIGANGA var farin að þessu sinni 12. ágúst 2023 og var fjölmenn, miðað við fjölda íbúa í bænum og virtist fara mjög vel fram í alla staði...




Heimsóknin til Noregs 2023.

Við heimsóttum dóttur okkar og barnabörn í Noregi og vorum dugleg að skoða nýja staði og heimsækja ættingja og vini. Tíndum líka heilmikið af bláberjum og nutum dvalarinnar. En flugið til Íslands tók 3 sólarhringa, vegna þess að Icelandair vélin sem við áttum að fara með heim, bilaði og allt varð stopp !





Friðsöm mótmæli gegn laxeldi í sjó...

Seyðfirðingar tóku sig til og efndu til friðsamlegra mótmæla gegn fyrirhuguðu laxeldi hér í firðinum, sem 75% íbúa er alfarið á móti. Við mættum ásamt fjölda fólks og mynduðum þessi orð og dróni sendur á loft til að mynda þessi þöglu mótmæli. Vonandi hefur þetta jákvæð áhrif og hindrar yfirganginn sem okkur hefur verið sýndur hingað til...




Varnargarðar og skipakomur !

Unnið hefur verið nær alla daga í sumar við snjóflóðavarnargarðana ofan við Ölduna og mikill hávaði og ónæði af þess völdum, ekki síst þegar sífellt er verið að bora og sprengja klettana.  Svo hefur bærinn verið fullur af ferðafólki flesta daga í sumar, enda 1-3 skip hér daglega með þúsundir farþega. Vonandi verður þetta ekki svona á hverju sumri næstu árin, þá verður óverandi hér til lengdar, því miður :( 




Heimsókn í Jónshús !

Mér var boðið í heimsókn í Jónshús, en þangað hafði ég aldrei komið inn fyrir dyr og fékk að ganga um allt og skoða, en hafði því miður enga góða myndavél meðferðis. Þarna mátti sjá margt gamalt og forvitnilegt dót og veggmyndir sem gaman hefði verið að eiga afrit af :) 



Héraðsrúntur með Boga og Hönnu !

Bogi og Hanna komu austur í sumar og við drifum þau með okkur upp á Hérað til að skoða m.a. Dalahellir og Háreksstaðavígið og heilsuðum upp á Gísla í Dölum í leiðinni...




Heimkeyrslan lagfærð að hluta til !

Rúnar fékk þá bræður Ingvar og Jón Arnór til að hreinsa svolítið til í heimkeyrslunni og til stóð að gera betur, en hefur ekki ennþá komist í verk að skipta um jarðveg og leggja slitlag þarna eins og þarf...