Friday, December 30, 2022

Afmæliskvöldverður með ættingjum Rúnars !

 Rúnar ákvað að kaupa smáréttahlaðborð hjá Jóa fjörugoða frænda sínum, til að bjóða ættingjum sínum í tilefni af 70 ára afmælinu. Það gekk furðu vel og allir sem mættu virtust hafa gaman af því og færðu Rúnari ýmsar gjafir, þó þær hafi verið fyrirfram afþakkaðar. Alls voru þarna háttí 40 manns með börnum og að því loknu fórum við heim með systkinum Rúnars og mökum og Bogi Ara kom líka og sátum á spjalli til miðnættis í góðum gír :) 




Wednesday, December 28, 2022

Jólin sunnan heiða !

 Ferðin okkar suður gekk vel, þó hún tæki 9-10 tíma akstur. Veðrið syðra var hinsvegar lítið betra yfir hátíðirnar, þó ekki hafi orðið ófært á milli staða á höfuðborgarsvæðinu. Við borðuðum öll saman hjá Bergþóri og co á aðfangadagskvöld, en hjá okkur í Mánatúni 3 á jóladag. Strákarnir voru duglegir að spila en við Jóhanna pússluðum eitt 1000 kubba pússl. Við skruppum í Hafnarfjörð og röltum um Hellisgerði og ókum út á Álftanes og fleira. Rut Finnsd kom í heimsókn með maka og 2 börn og við röltum líka um nágrennið þegar viðraði til útiveru, sem var flesta dagana.








Monday, December 19, 2022

Slóð á ferð okkar til Egyptalands 2006.

 https://www.640.is/is/frettir/ferd-til-egyptalands-i-mars-2006?fbclid=IwAR1PtIG54WfcLaS65TPKG70j_W3YdxSZcneYr0v9mec03z2SfsE4DyqzRO4

Jólin nálgast og veturinn tekur völdin !

 Haustið var nokkuð gott hér eystra og ég tók ekki síðustu gulræturnar upp fyrr en í byrjun desember. En svo mætti veturinn skyndilega og þá fór að frysta og snjóa og lítið lát hefur verið á því siðustu vikur. Samt erum við að vonast til að geta ekið suður eftir 3 sólarhringa, þó mesta ófærðin sé suðvestanlands í bili. Læt nokkrar myndir fljóta  með sem sýna stöðuna eins og hún hefur verið undanfarið.

                                                    Kuldinn á Fjarðarheiði 16. des. 2022...
                                                Síðasta ferð Norrænu til Sfk þetta árið :) 
                                                30 ár liðin frá láti Eiríks tengdapabba <3 


Thursday, December 15, 2022

Flækingar og jólasnjór !

 Nú þegar desember er hálfnaður er veturinn loksins kominn með snjó og frosti og þá birtust loks nokkrir svangir flækingsfuglar sem fengu epli og fleira í gogginn. Dúfurnar halda áfram að valda vandræðum, því þegar litlu snjótittlingarnir mættu, þá var eina leiðin til að fóðra þá, að setja upp "búrið" sem við höfum sett upp s.l. vetur til að koma í veg fyrir að dúfurnar ætu allt frá þeim. Við vitum að svartþrestir eru hér nokkrir af báðum kynjum og einn glóbrystingur og fleiri litir smáfuglar, sem gætu verið gransöngvarar ?  En ekki hefur tekið að mynda þá litlu, því miður !





 

Friday, December 02, 2022

Rúnar minn 70 ára !

 Þann 1. desember 2022 varð Rúnar minn 70 ára !   Mamma hans sagði mér eitt sinn, að þegar hún gekk með hann, þá hefði hún hrasað illa skömmu áður en hann fæddist og það virtist hafa sett fæðingu hans af stað fyrir tímann.  En mig minnir að hún segði að hann hefði ekki átt að fæðast fyrr en mánuði síðar ? Ekki man ég samt hve þungur hann var við fæðingu, en hann hefur allavega haldið sér vel þessi 70 ár.

                                Afmælismaturinn var hangikjöt og meðlæti að ósk Rúnars !
                                            Þennan fallega vönd fékk Rúnar frá Mikka Jóns !


Saturday, November 26, 2022

Jólalaufabrauðið tilbúið !

 Það er fastur liður hjá okkur að steikja laufabrauð í nóvember, enda er það í miklu uppáhaldi hjá öllum í okkar fjölskyldu.  Við drifum í því að skreyta og steikja 40 kökur sem bíða jólanna og stór hluti þeirra fer með okkur suður til að nota með afkomendum okkar sem ætla öll að mæta og vera saman um jólin !




Fyrstu flækingarnir mættir !

 Á hverju hausti hafa mætt hingað ýmsir flækingsfuglar, mismargir og ólíkir, en oftar en ekki hafa mætt hingað gráhegarar sem hafa dvalið hér lengur eða skemur. Svartþrestir og gráþrestir hafa verið hér meira og minna allan veturinn og jafnvel litlu flækingarnir eins og hettusöngvarar og glóbrystingar. En að þessu sinni höfum við aðeins séð einn gráhegra og 3 svartþresti, einnig lítinn fugl sem líklega er gransöngvari? En þeir litlu hafa ekki gefið færi á myndatöku enn sem komið er, aðeins gráhegrinn sem við höfum séð 2 sinnum við höfnina !



Wednesday, November 16, 2022

Haustverkin í garðinum og vetrarblómin innandyra !

 Síðustu haustverkin í garðinum og blómin sem blómstra á veturnar !   Eftir að við komum heim frá Namibíu, dreif ég í að taka upp meiripartinn af gulrótunum sem orðnar voru nógu stórar og síðan að vefja litlu, nýju trjáplönturnar, gullregnið o.fl. ásamt stóru Lyngrósinni í vetrarklæði til varnar frosti, snjó og kulda. Það gekk allt saman vel. 

Svo eru það blessuð inniblómin sem blómstra á veturnar, eins og Nóvember-og-jólakaktusar, sem eru núna allir að fara að springa út. Einnig 2 af orkideunum, en sú þriðja er nýbúin að blómstra mér til mestu ánægju að vanda 💗

                                            Stór hluti gulrótanna voru í meðallagi eða meira !
                                           Sætu paprikurnar eru komnar í notkun og eru góðar.
                                            Orkideurnar eru að hamast við að mynda blómleggi.
                                                        Kaktusarnir eru farnir að springa út !



Sunday, November 13, 2022

Maturinn í Namibíu !

 Það verður að segjast að nánast allur sá matur sem við fengum í Namibíu var mjög góður og svo ríflega skammtaður að ekki var nokkur leið fyrir mig að klára svo stóra skammta.  En sem betur fer gistum við stundum á stöðum sem buðu uppá hlaðborð og var það mikill munur, því þá þurfti maður aldrei að leyfa því sem maður gat ekki torgað !   Hér koma svo sýnishorn af krásunum 😂



                                            Okkur fannst þessi eftirrétta-skreyting skemmtileg.


Gjaldeyrir Namibíu !

 Það er ýmislegt sem maður getur lent í á ferðalögum...Við lentum í óvæntu veseni við komuna til Namibíu, því við þurftum að útvega okkur gjaldeyri úr hraðbanka, en hann neitaði að afhenda mér peningana sem ég reyndi að taka út með kreditkortinu mínu. Það kostaði hringingu heim til Íslands og þar tók ekki betra við, því sú sem svaraði mér heimtaði aðgangsorð að debetkortinu mínu, þó það væri ekki einu sinni með í för. En Rúnari tókst að bjarga málinu, því hans kort virkaði og raunar mitt síðar þegar ég þurfti að nota það...




Friday, November 11, 2022

Síðasti næturstaðurinn, River Crossing Lodge !

 Daginn fyrir brottför ókum við til höfuðborgarinnar Windhoek og kíktum við á markaði frumbyggja sem voru með mikið af fallegu handverki til sölu. Þaðan ókum við uppá háa hæð nærri borginni. Þar gistum við á stað sem verið var að gera upp eftir Covidárin sem settu víða strik í lífið í Namibíu eins og annars staðar í heiminum. Þarna var fallegt útsýni yfir nágrennið og fallegt sólsetur eins og víða. En eftir morgunverð daginn eftir var ekið á flugvöllinn og flogið af stað í langferðina heim !







Síðasti göngutúrinn !

 Ákveðið var að við færum í einn göngutúr á svæði innan girðingar sem átti að vera öruggt. En í ljós kom að slæmt veður sem hafði komið þarna skömmu áður (haglhríð með þrumum og eldingum) hafði brotið mikið af trjágreinum sem eru allar þyrnum settar og lágu á göngustígunum. Við gengum auðvitað á þessar greinar og flestir fengu þyrna í gegnum skósólana sem meiddu suma, svo óhætt er að segja að þessi gönguleið var ekki hættulaus. En við sáum ýmislegt annað á leiðinni....



                                             Þarna gengum við framá beinagrind af bavíana...

                                                    Þarna var líka brotin skjaldbökuskel !
                                            


Síðasta safaríferðin !

 Í síðustu safariferðinni bauðst okkur að stoppa og fá kaffisopa, heitt kakó og Amarúla samanvið ef við vildum. Þetta var óvænt tilbreyting á öruggum stað og ég held að allir hafi haft gaman af :) 





Fuglar og smærri dýr !

 Minni dýrin og fuglarnir urðu svolítið útundan, en mér finnst þau alveg jafn mikilvæg og þau stærri. Læt því hér nokkrar myndir af þeim sem við sáum þarna og sum bara síðustu dagana !

                                                Þessi skrautlegi fugl var býsna algengur víða...
                                            Þessar heita Egypskar gæsir á ensku en eru endur.
                                            Þessa þúsundfætlu fann einn bílstjórinn okkar :) 
                                             Jarðíkornar ýmiss konar voru býsna algengir...
                                                      Blökurefur er þessi nefndur á íslensku :) 

                                            Þetta er eina skjaldbakan sem við sáum í ferðinni.