Saturday, November 26, 2022

Fyrstu flækingarnir mættir !

 Á hverju hausti hafa mætt hingað ýmsir flækingsfuglar, mismargir og ólíkir, en oftar en ekki hafa mætt hingað gráhegarar sem hafa dvalið hér lengur eða skemur. Svartþrestir og gráþrestir hafa verið hér meira og minna allan veturinn og jafnvel litlu flækingarnir eins og hettusöngvarar og glóbrystingar. En að þessu sinni höfum við aðeins séð einn gráhegra og 3 svartþresti, einnig lítinn fugl sem líklega er gransöngvari? En þeir litlu hafa ekki gefið færi á myndatöku enn sem komið er, aðeins gráhegrinn sem við höfum séð 2 sinnum við höfnina !



No comments: