Monday, November 07, 2022

Bærinn Swakopmund við sjóinn heimsóttur !

 Þriðji áfangastaður okkar var sjávarbærinn Swakopmund, en þar gistum við á Hansa Hótel sem er vel staðsett þar í bænum. Við gistum þarna í 3 nætur og sáum ótrúlega margt. En á leiðinni þangað ókum við að litlum bæ sem heitir Solitaire, þar sem gamlir hlutir eru í hávegum hafðir og létum bílstjórann okkar, Erastus taka mynd af hópnum við syðri hvarfbauginn. Kíktum líka á sérstök tré sem líkjast drekatrjám. Fyrsta daginn í bænum fórum við út í eyðimörkina að skoða smádýralífið þar ásamt 2 heimamönnum sem fundu dýrin sem voru mest eðlur, kamelljón og slanga, auk skordýra og dýrabeina m.m.

                                                    Hópurinn við syðri hvarfbauginn


                                                Lítil eðla hangir á fingri leiðsögumannsins !
                                                Lítil slanga reyndi að fela sig í sandinum :) 
                                                Kamelljónið var hægfara í leit að æti :)



No comments: