Thursday, November 03, 2022

Ferð til Namibíu í 13 manna hópi !

 Þann 10. október 2022 lögðum við Rúnar af stað í langferð, alla leið til Namibíu í Afríku ásamt 11 öðrum Íslendingum, þar á meðal Þresti mági og Birnu konu hans sem var fararstjóri hópsins og svo Boga Arasyni frænda þeirra og Hönnu konu hans sem við höfum áður ferðast með til Perú og New Y.     Fyrsti áfanginn var flug til Osló og þaðan til Doha í Quatar og áfram til Windhoek í Namibíu. Þessi langa ferð tók ansi langan tíma, eða talsvert á annan sólarhring með stoppum við millilendingu. Við ókum frá Windhoek til gististaðar í Kalaharí eyðimörkinni sem heitir Bagatelle og þar var rólegt og gott að hvíla sig eftir stembna langferðina. Sáum þar talsvert af dýrum sem sækja í vatn, því við vorum þarna í lok þurrkatímabilsins. Við heimsóttum Búskmenn og sáum blettatígra sem eru aldir þar upp og fleira forvitnilegt eins og sambýli vefarafugla, áður en við héldum áfram til næsta áfangastaðar.

                                            Gististaðurinn Bagatelle í Kalaharí eyðimörkinni
                                            Heimsókn til Búskmanna sem tala sitt eigið mál.
                                            Litlar vatnsmelónur fyrir dýr+menn vaxa þar villt.
                                           Antilópur og önnur dýr sækja í vatnsbrunna við hótelið.
                                            Einn af Blettatígrunum sem við fengum að sjá.
                      Samfélag sem vefara-fuglar byggja í trjám eru bústaðir margra fjölskyldna.


No comments: