Thursday, May 18, 2023

Hagamýs sem haga sér undarlega !

 Það hefur tvisvar gerst nú í vor, að hagamýs hafa vakið óskipta athygli okkar. Í fyrra skiptið fór ein þeirra inn í fóðurbúr smáfuglanna og borðaði þar fuglafóður ásamt Glóbrystingi og Þresti.  En í seinna skiptið kúrði mús á gangstéttinni þar sem sólar naut um stund og flúði ekki þó ég kæmi nærri henni og tæki nokkrar myndir, hún hefur trúlega verið veik greyið, aðra skýringu kann ég ekki ?

                                                Glói flúði úr búrinu þegar músin mætti :) 
                                                Hagamúsin sá mig, en kúrði bara áfram !


Fleiri sjaldséðir flækingar mæta...!

 Það bætist hér enn í hóp flækinga og einn sem við höfum ekki séð hér áður er lítill fiskiörn sem er kallaður "Gjóður" á íslensku. Svo mættu hér 2 Brandendur eins og gerst hefur áður. 

                                                                    Gjóðurinn
Önnur Brandöndin