Thursday, December 15, 2022

Flækingar og jólasnjór !

 Nú þegar desember er hálfnaður er veturinn loksins kominn með snjó og frosti og þá birtust loks nokkrir svangir flækingsfuglar sem fengu epli og fleira í gogginn. Dúfurnar halda áfram að valda vandræðum, því þegar litlu snjótittlingarnir mættu, þá var eina leiðin til að fóðra þá, að setja upp "búrið" sem við höfum sett upp s.l. vetur til að koma í veg fyrir að dúfurnar ætu allt frá þeim. Við vitum að svartþrestir eru hér nokkrir af báðum kynjum og einn glóbrystingur og fleiri litir smáfuglar, sem gætu verið gransöngvarar ?  En ekki hefur tekið að mynda þá litlu, því miður !





 

No comments: