
Í gær, miðvikudaginn 14. mars 2007 var haldið uppá 100 ára afmæli Seyðisfjarðarskóla (þ.e. gamla skólahússins) með veglegri kaffiveislu og skemmtun í félagsheimilinu Herðubreið fyrir bæjarbúa og gesti. Fjölmenni mætti, því salurinn var fullur af fólki. Nemendur skólans sáu um nokkur söng og skemmtiatriði, auk þess sem kennarar stigu á svið og sungu minningarsöngva um liðna öld í skólanum. Jóhanna skólastjóri heiðraði 2 elstu kennarana, þá Emil Emilsson og Guðmund Þórðarson og Valgerður Sverrisd. ráðherra flutti gestaræðuna, en auk hennar mættu nokkrir þingmenn og fyrrverandi skólastjórar þeir Þorvaldur Jóhannsson og Pétur Böðvarsson. Bæjarstjóri og fleiri færðu skólanum gjafir í tilefni af tímamótunum og allir nutu góðra veitinga meðan á athöfninni stóð.