Monday, March 30, 2009

Kolvitlaust vetrarveður





Klukkan hálf sex í morgun vaknaði ég við það að komið var kolvitlaust veður, svo að hálfopinn svefnherbergis glugginn skókst til með hávaða og látum.
Ekki varð manni svefnsamt, þó gott væri að kúra lengur meðan veðurhamurinn ólmaðist úti. En að lokum drifum við okkur framúr og Rúnar fór út með fuglafóður fyrir smáfuglana sem mættir voru að vanda til að fá sinn dagskammt af korni. Merkilegt hvað þeir þrauka þessi litlu grey í öllum veðrum.
Ekki sá maður á milli húsa í rokunum en aðeins grillir í næstu hús þegar dúrar á milli og tók ég meðfylgjandi 2 myndir út um dyrnar þegar nógu rólegt var til að kíkja út. Ansi háir skaflar hafa myndast hér í kringum okkur og ég sé fram á að þurfa að klofast í gegnum þá suma á leið minni til vinnu á Bókasafninu eftir smá stund. Ég reikna ekki með að margir mæti á safnið í dag, en ég hef nóg að dunda þar þó rólegt verði og ætla að fara að drífa mig af stað. Eigið góðan dag !

1 comment:

Asdis Sig said...

Hæ skvís. Aldelis vetur í gangi hjá ykkur. Hér er bara kalt. Skemmtilegar myndir. Kær kveðja í austrið, við vitum að vorið kemur að vanda.