Wednesday, December 15, 2010

Engin jól án LAUFABRAUÐS :)



Það var einlæg ósk Jóhönnu Bjargar að ég mundi geyma laufabrauðs- baksturinn þar til hún og bræður hennar væru komin heim. Og í dag 15. des. gátum við drifið í þessum árlega og ómissandi viðburði á okkar heimili. Börnin mín hjálpuðu mér við að skera í kökurnar en Adam ömmustrákur var yfir-pikkari og Sumaja Rós systir hans sat lengst af í stólnum sínum og hjalaði og horfði á.
Mér gekk svo býsna vel að steikja allar 50 kökurnar, þó þrjár þeirra yrðu aðeins dekkri en ég hefði kosið. En við helltum okkur bara yfir þær að verki loknu og átum þær með góðri lyst :)

1 comment:

Ásdís Sig. said...

Líf og fjör hjá ykkur að vanda, alltaf svo gaman að gera laufabrauð, þó svo ég hafi nú ekki gert það í mörg ár. Kær jólakveðja til ykkar allra og takk fyrir samskiptin á árinu. þín Ásdís