Friday, April 08, 2011

Óvenjuleg veðurblíða í byrjun apríl ...





Það skeður ekki oft að veðráttan sé jafn mild á þessum árstíma eins og nú er. Fyrstu blómin er farin að springa út og brumið farið að springa út á runnunum, auk þess sem fyrstu farfuglarnir eru mættir og syngja hástöfum um allan bæ og sólin skín svo hlýtt og skært að dýrin leggjast í sólbað, a.m.k. nágrannadýrin mín, bæði kötturinn og hænsnin, auk þess sem hreindýrin virðast una sér vel hér niður undir bæ og lítur ekki út fyrir að þau séu neitt á förum til fjalla.
Það er varla við því að búast að þessi blíða endist, þó gott hefði verið að fá vorið svo snemma án þess að eiga kuldahret yfirvofandi sem hugsanlega mundi skemma gróðurinn sem kominn er svo vel á veg.... Þýðir nokkuð annað en vona það besta ?
Ég reikna með að nota þessa helgi til að grófhreinsa garðinn ef spáin gengur eftir í von um að það saki ekki....!

No comments: