

Hér má sjá hvernig veðrið var á heimleiðinni uppi á fjöllunum á sunnudagskvöld, skammt frá Möðrudal, Víðidal og Langadal. Fyrst fengum við á okkur haglél í Mývatnssveit en síðan skýjað og regn langleiðina að vegskarðinu við Möðrudal, en þaðan var meira og minna slydda og hríð og grátt í rót og hvít jörð niður undir Jökuldal. Og síðast en ekki síst var svo dimm þoka á Fjarðarheiði, en annars meinlaust veður. Vonandi fer ekki veturinn að birtast á ný, nú þegar vorið er komið og allur gróður útsprunginn og margir fuglar búnir að verpa...
No comments:
Post a Comment