Saturday, October 15, 2011

Pefkohori í Grikklandi





Þegar við komum til sjávarbæjarins Pefkohori á suðurhluta Kassandra- skagans sem tilheyrir Makedóníu, nyrsta hluta Grikklands, þá var heiðskýr himin og glaða sól, svo að flestir lögðust í sólbað og nutu blíðunnar næstu 2 daga til viðbótar. Reyndar höfðu þá flestir fengið sér göngutúra um bæinn og sumir höfðu leigt sér reiðhjól eða mótorhjól til að geta skoðað sem mest af nágrenninu. Sjálf leigðum við okkur fjórhjól og fórum ásamt nokkrum öðrum í skoðunarferðir, tvær hringferðir um skagann. Þá sáum við fjölmörg býflugnabú meðfram veginum og komum síðan í sjávarþorp þar sem við hittum fleiri samferðafélaga okkar og fengum okkur smá næringu saman. Við heimkomuna á hótelið síðdegis var orðið býsna svalt, enda farið að hvessa og sá ekki lengur til sólar... En hótelið var mjög glæsilegt og starfsfólk sérstaklega almennilegt og hjálpsamt og margt hægt að segja um það, eins og t.d. að hótelstýran Jóhanna bjó lengi á Íslandi og skilur íslensku, þó hún kysi að ræða við okkur á ensku. En eldri sonur hennar er einmitt við nám á Íslandi um þessar mundir :)

No comments: