Saturday, June 09, 2012

Sumarið loksins komið !

Á meðan við vorum fjarstödd var gott veður á Seyðisfirði og allur snjór hvarf úr bænum. Þegar við komum til baka voru fuglar liggjandi á hreiðrum sínum og matjurtagarðurinn okkar beið eftir að verða endurnýjaður. Rúnar sá nú að mestu um það, hann reif upp gamla fúna timbrið og bjó til 3 nýja kassa sem ég setti í kartöflur, gulrætur og jarðarber, en notaði svo gömlu jarðaberjakassana undir grænmetið. Vonandi veður sæmileg uppskera eftir þessa breytingu, því við bættum nýrri mold og skít og sandi í beðin og hreinsuðum burt allt gras og illgresi. Við gerðum þetta eins vel og aðstæður leyfðu, svo nú er bara að vona að veðrið verði líka hliðhollt okkur.

No comments: