Saturday, October 26, 2013

Uppskeran og afurðir náttúrunnar






Uppskerustörfin voru ekki mikið frábrugðin að þessu sinni, en þrátt fyrir sólríkt sumar, þá reyndist kartöfluuppskeran með minnsta móti, líklega vegna vætuskorts. En gulræturnar sem ég var dugleg að vökva urðu þær langstærstu sem komið hafa upp úr mínum garði. Berjaspretta var með mesta móti og við tíndum fullt af hindberjum sem við höfum aldrei gert áður. Sultan af þeim er líka mjög góð. Svo tíndi ég meira magn af rifsberjum, bláberjum og krækiberjum en áður og bjó til bæði saft og sultur. Loks voru það svo sveppirnir sem voru stórir og góðir hér uppi á klettum í trjálundunum, svo að óvenju mikið er til af vetrarforða hjá okkur að þessu sinni :)

No comments: