Wednesday, March 11, 2015

Vikuferð til Kúbu !

Það er ekki daglegt brauð að skreppa í langferðir, hvað þá yfir 5 tímabelti eins og við gerðum þegar við flugum til Kúbu þann 23. febrúar s.l. Þar tók á móti okkur notalegur hiti og sumarveður, en einnig mikil fátækt, óreiða og betl sem erfitt er að hafa í kringum sig til lengdar, án þess að gera eitthvað róttækt, sem líklega er erfitt á þeim slóðum.
Myndir segja oft meira en þúsund orð, svo ég læt hér nokkrar slíkar af mannlífinu og bílaflotanum sem er sannkallað fornbílasafn í Havana. Við keyptum okkur tíma bæði í fótknúnum farkosti og gömlum fallegum fornbíl, greiddum gjald fyrir myndatökur, ýmist í peningum, sælgæti eða penna/blíöntum sem við tókum með okkur.




No comments: