Tuesday, August 30, 2016

Uppskeran !

Þetta er tíminn til að safna gjöfum jarðar fyrir veturinn og uppskeran er góð í ár. Skessujurtin er fastur liður, þurrkuð í kippum og sett í krúsir sem krydd í kjötsúpur og á lambakjöt.
Einnig er kartöfluuppskeran nokkuð góð og lítur vel út með gulræturnar sem ég ætla ekki að taka upp fyrr en fer að frysta.... Við höfum verið að borða spínat og salat s.l. 2 mánuði og ennþá nóg til. Einnig eru Chili-ávextir komnir í geymslu og fleiri væntanlegir, svo nóg verður til í kotinu næstu mánuðina :)





No comments: