Tuesday, May 09, 2017

Farfuglarnir streyma til landsins !

Tjaldurinn var fyrsti farfuglinn sem mætti eins og venjulega og dreifði sér meðfram fjörum fjarðarins og meðfram Fjarðaánni að vanda.
Síðan mættu straumendur, grágæsir, stelkar, jaðrakanar, lóur, hrossagaukar og aðrir fastagestir...
Lífið hefur verið um flækinga í vetur og vor og ég ekki náð myndum af þeim fáu sem komið hafa til okkar, nema Margæsum, því miður. Blendingsöndin hefur haldið til hér í allan vetur og fær hún að fljóta með hinum farfuglunum. Stök Súla mætti hér óvænt, líklega veik og fær líka að vera með.







No comments: