Thursday, December 28, 2017

Músaveiðar !

Það hefur verið friður fyrir músum hér s.l. 2 ár, eftir að Rúnar setti vírnet undir alla klæðninguna á húsinu. En s.l. vikur hafa þær fundið aftur leið inn á háaloftið og ein komst í bílskúrinn þegar hurðin fauk þar upp í vondu veðri. En við náðum þeim öllum (13 stk. alls) og Rúnar ók með þær flestar út á Strönd, en þær sem drápust fékk krummi til umráða. Til varnar frekari inngöngu úðaði Rúnar klór kringum allt húsið og síðan hefur engin mús látið sjá sig, nema utan dyra, þar sem nóg virðist af þeim og ég sé þær oft að ná sér í bita af fuglafóðrinu :)  Reyndar náði ég einni utandyra í dag, en það stóð stutt, því sú stutta smaug úr greip minni og hljóp snöggt upp handlegginn á mér og stökk svo uppað skúrveggnum, þar sem hún slapp niður í holu. En ég hefði viljað eiga þennan flótta hennar á myndbandi :)


No comments: