Thursday, June 20, 2019

Góð norðurferð !

Fyrir viku síðan vorum við komin norður til Húsavíkur, m.a. til að slá garðinn við Hlíð og fara svo í Bjarmaland til að setja nýja útihurð á húsið. Við fengum mjög gott veður fyrstu 3 dagana og gekk verkið fljótt og vel fyrir sig. Við gistum því og nutum þess að vera þarna innan um aragrúa af fuglum og fallega náttúru. Heilsuðum líka upp á ættingja og vini  fyrir norðan og enduðum á að fara í nýju sjóböðin á höfðanum á Húsavík, en þau eru orðin mjög vinsæl, bæði hjá heimafólki og erlendum gestum.
Nýja hurðin komin á sinn stað á Bjarmalandi :)
Engillinn í Vígabjargi var fallegur eins og alltaf og veðrið gott, þó mývargurinn biti okkur.
Katlarnir í Jöklu gömlu eru hrikalegir, ekki síst séðir svona ofan af Vígabjarginu.
Þetta gamla tundurdufl var notað sem tromla á heimasmíðaða steypuhrærivél fyrir 60 árum.
               Mikið var af fuglum á leið okkar, þessi húsönd er t.d. sjaldséð nema við Mývatn.
Mikið er um Stelka um allt land og þeir eru oft fínustu fyrirsætur á staurum hér og þar.
            Óðinshanar eru líka algengir við ár, vötn og læki og oft óhræddir við mannfólkið !
        Þessi sjóböð á höfðanum við vitann á Húsavík eru orðin mjög vinsæl, enda notaleg !

No comments: