Monday, December 21, 2020

Aurskriður og eyðilegging !

 Um miðjan desember fór að rigna óeðlilega mikið, sólarhringum saman og nokkrar aurskriður fóru að renna niður að bænum. Það gerðist síðan eftir mikið úrhelli, að föstudaginn 18. des. hrundi gríðarstór aurskriða niður yfir Búðareyrina og eyðilagði meira en 10 hús, þar á meðal stóran hluta af smiðjuhúsunum og Turninn, auk nokkurra íbúðarhúsa í nágrenninu. Það kraftaverk varð að allir lifðu af þessar hörmungar, en allir íbúar bæjarins voru sama dag reknir úr bænum og fengu flestir samastað á Egilsstöðum og nágrenni. Við sem búum á öruggum svæðum í bænum fengum að fara heim eftir 2 sólarhringa en aðrir fengu að sækja það sem þá nauðsynlega vantaði og bíða eftir leyfi að fara heim.    En framundan verður mikið og erfitt hreinsunarstarf og uppbygging, sem vonandi gengur að óskum !






No comments: