Í lok október mættu hingað systkini Rúnars og makar í tilefni af því að Eiríkur tengdapabbi hefði orðið 100 ára. Við leigðum Jónshús handa hópnum og allt gekk vel og við snæddum m.a. saman 2 góðar kvöldmáltíðir, aðra hér hjá okkur og hina á Egilsstöðum. Þröstur mágur mætti með ljósmyndasýningu sem var sett upp í anddyri Herðubreiðar og var býsna vel sótt og seldi hann nokkrar myndir.
Thursday, November 28, 2024
Tuesday, November 12, 2024
Skroppið til Húsavíkur o.fl...
Þar sem veður og hitastig hefur verið óvenju gott og hlýtt það sem af er nóvember, þá ákváðum við að skreppa til Húsavíkur, bæði að fara skoðunarferð í Bjarmaland en einnig að ná í vissa hluti og skila dóti á Safnahúsið sem ég var búin að yfirfara og lagfæra það sem þurfti að laga. Allt gekk vel og við vorum heppin með veður og færð og heimsóttum Villu vinkonu og Fúsa og fengum okkur vetrarbirgðir af reyktum silung frá Svartárkoti !
Subscribe to:
Posts (Atom)