Í lok október mættu hingað systkini Rúnars og makar í tilefni af því að Eiríkur tengdapabbi hefði orðið 100 ára. Við leigðum Jónshús handa hópnum og allt gekk vel og við snæddum m.a. saman 2 góðar kvöldmáltíðir, aðra hér hjá okkur og hina á Egilsstöðum. Þröstur mágur mætti með ljósmyndasýningu sem var sett upp í anddyri Herðubreiðar og var býsna vel sótt og seldi hann nokkrar myndir.
No comments:
Post a Comment