Tuesday, April 01, 2025

Fótboltamót á landsvísu á Akureyri um miðjan mars !

 





Helgina 14.-16. mars fórum við norður til Akureyrar að hitta Bergþór okkar og fjölskyldu hans,          því Þorsteinn var að keppa í fótbolta ásamt félögum í íþróttahöllinni þar. Við gistum hjá þeim í 
bústað þar sem nokkrar kanínur héldu til og glöddu krakkana.



 





Gummi á Bakka óheppinn !

 


Gummi á Bakka slapp með skrekkinn þegar hann lenti útaf á jeppanum um daginn
og eyðilagði han alveg, eftir að Rúnar hafði gert við hann skömmu áður :( 

Norræna mætt á ný eftir árlega miðsvetrar fjarveru !

 


19. mars. Ferjan Norræna mætti hingað aftur eftir árlega "vetrarpásu" 
og veðráttan undanfarið verið óvenju mild miðað við árstíma.