Sunday, December 25, 2005

Jólastrákurinn Adam


Sæl öllsömul, eru ekki allir saddir og sælir af jólamatnum ? ;-)
Á þessu heimili eru allir úttroðnir, en ekki get ég nú sagt að mér líði neitt sérstaklega vel með svona fullan maga, satt að segja líður mér best þegar ég er hvorki södd eða svöng, en það er erfitt að skammta sér hæfilega þegar jólamaturinn er annars vegar. Einn var það þó á okkar heimili að þessu sinni sem smakkaði EKKI á jólamatnum, það var jólastrákurinn okkar hann ADAM og var mjög sáttur með það, sæll eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Jólaveðrið hefur verið mjög óvenjulegt hér að þessu sinni, rauð jól, stillt og bjart, frost í gær (á aðfangadag) en í dag kom brakandi þurrkur með 10 stiga hita. Við fórum því í langan labbitúr með Adam í kerru, hann svaf eins og engill í þessu fína veðri og við hin gátum með betri samvisku haldið áfram að borða veislumat, þegar heim var komið á ný.
Til gamans má geta þess í lokin að nokkrar jólamyndir eru komnar inn í netalbúm á sömu slóð og venjulega: http://photos.yahoo.com/sollasig54 ef einhvern langar að kíkja.
Læt þessu jólaspjalli lokið að sinni með ósk um gleðilega jólarest til handa öllum....

1 comment:

gummo said...

Halló halló kveðja frá Reykjavíkinni, ég komst loks til skila eftir nokkra tíma bið í gær...en mig langaði bara að þakka fyrir spjallið um daginn, það er alltaf voða gott að koma "heim" til Sollu. kv.Gyða