Thursday, April 13, 2006

Endalaus vandamál


Heil og sæl enn og aftur !
Ég hef nú reynt án árangurs að koma inn fyrsta hluta ferða- frásagnarinnar, en það gengur ekki með nokkru móti. Fyrst reyndi ég að kópera það sem ég var búin að skrifa í Word, en það gekk alls ekki (furðulegt ?) Þá ákvað ég að nota þetta skírdagskvöld, því nú væri ég komin í frí og hefði tíma. Sat áðan í 2 tíma og pikkaði ferðasöguna beint inn í stað þess að kópera og hvað haldiði að hafi skeð. Ég gat ekki afritað skrifin og þegar ég smellti á Publish þá fraus tölvan enn einu sinni og öll vinnan hvarf....! Ég er búin að fá nóg í bili og langar mest að hætta við allt saman, en ákvað að gera eina stutta tilraun fyrir svefninn og sjá hvað skeði, því mér er illa við að standa ekki við það sem ég segi (svona er að lofa upp í ermina á sér). Þannig að ef að þessi skrif komast inn á vefinn, þá vitið þið af hverju ekkert hefur ennþá skeð í ferðasöguskrifunum hjá mér. Reyni einu sinni enn á morgun og sé til hvernig fer...
Læt þetta duga í kvöld og óska ykkur öllum GLEÐILEGRAR PÁSKAHÁTÍÐAR

No comments: