Monday, April 28, 2008

Gleðilegt sumar


Heil og sæl og takk fyrir veturinn.
Þá er sumarið loksins gengið í garð, þó ekki sjái þess mikil merki hér á Seyðisfirði. Þó hefur snjó tekið mikið síðustu viku og fuglarnir farnir að finna sér fæðu án aðstoðar mannanna. Maður verður jú að líta á björtu hliðarnar.
Ég brá mér á námskeið og fund með bókavörðum Austurlands, suður á Djúpavog, helgina 18.-19. apríl s.l. og þar tók ég þessa vorlegu mynd sem hér fylgir með. Það var eins og að koma í annan heim þar suðurfrá, allt orðið autt á meðan við vorum með meters djúpa skafla á flestum lóðunum hér í bænum.
Þess vegna erum við öll hér á Seyðisfirði farin að bíða óþreyjufull eftir vorinu og græna litnum, auk sólarinnar sem mætti sjást hér meira og oftar en hún hefur gert s.l. 7-8 mánuði. Á meðan við bíðum, þá er upplagt að leita út fyrir landið okkar, ef færi gefst, til að njóta sólar.
Það vill svo vel til, að Rúnar fer í 3ja vikna frí á sama tíma og ég lík skólanum nú í byrjun maí, svo ákveðið var að skella sér í smá frí ásamt öllum afkomendum okkar fjórum sem líka gátu tekið hluta af sínu sumarfríi og ætla að koma með okkur. Við höldum í leiðinni uppá aldarfjórðungs-afmæli Sigga Birkis... skrítið hvað börnin manns eru orðin gömul, 25 og 30 ára.... he he...hvað segir það um okkur foreldrana ;-)
Við vonumst því til að eiga nokkra náðuga letidaga saman við Miðjarðarhafið og óskandi væri að sem flestir gætu notið þess með okkur. Hafið það öll sem best, hvar sem þið eruð og verið góð hvert við annað ;-)

No comments: