Thursday, November 19, 2009

Fall er fararheill...


Þessar rjúpur voru ástæða þess að Rúnar fékk eitt af sínum árlegu hjarta-óreglu-köstum sem endaði í allsherjar rannsókn í Reykjavík - Guði sé lof - liggur mér við að segja, því það kom í ljós hjá honum smá hjartagalli sem nú til dags er auðvelt að laga með smá aðgerð, til að koma í veg fyrir ótímabæran blóðtappa, sem hætta var á. Það var því sannarlega lán í óláni að svona fór. Nú framundan er smá biðtími á meðan hann er að venjast lyfjunum sem eiga að koma reglu á blóð-búskap hans, eftir að hann fékk smá "stuð" til að koma hjartanu aftur í réttan gír. Allt hefur gengið vel - so far - og ekki ástæða til að ætla annað en framhaldið verði jafn jákvætt. Það er líka mjög gott að hafa hann aðeins lengur heima, þar sem læknar banna honum að fara á sjó í bili :)
Við höfum því notað þessa rigningardaga til að lagfæra, bæta við og breyta bernskuminningabókunum okkar Rúnars sem ég hef verið með í smíðum í áratug og ætla nú að gefa afkomendum okkar og systkinum eintök á geisladiskum í jólagjöf ásamt gömlum fjölskyldumyndum sem ég hef skannað og vil að þau fái að njóta með okkur...

No comments: