Sunday, March 21, 2010

Myndlistarsýning !




Í dag, sunnudaginn 21. mars opnaði Rúnar Loftur Sveinsson sína fyrstu málverkasýningu og tók á móti fjölda gesta sem streymdu að, þegar við komum þar við rétt eftir kl. 4 í dag.
Rúnar Loftur stundar aðallega að mála eftirlíkingar af myndum frægra listamanna en þó á hann sín eigin verk sem eru hans hugarsmíð eins og Fjallkonan okkar, sem hér má sjá, eins og Rúnar hefur hugsað sér hana á ferð fótgangandi yfir Fjarðarheiði fyrir rúmum 1000 árum, hlaðin skarti og ekki nógu vel klædd fyrir íslenska veðráttu á heiðum uppi.
Rúnar er mjög vandvirkur og tekst vel upp við ljós og skugga og býður myndir sínar á hóflegu verði, miðað við ýmsa aðra sem verðleggja sig helst til hátt, að mínum dómi.
Þess má geta að Óskar Þórarinsson var kvaddur hinstu kveðju í gær og fjöldi fólks mætti að útförinni, svo bærinn var hálffullur af gestum. Við hýstum m.a. einn bróðir hans ásamt maka, sem vantaði gistingu eina nótt.
Og síðast en ekki síst vil ég geta þess hér (til minnis) að í dag (á boðunardegi Maríu) hófst eldgos á Fimmvörðuhálsi, sem að vísu er ekki mjög stórt, en nóg samt til að stöðva alla flugumferð um landið og hindra ferðalanga á leið um suðurland, svo eitthvað sé nefnt.

1 comment:

Asdis said...

Skemmtilegar myndir, það hefði verið gaman að skoða þessa sýningu. Kær kveðja Ásdís