Wednesday, March 10, 2010

Viskubrunni lokið og íþróttamaður ársins 2009




Undanfarnar vikur hefur farið fram undanúrslitakeppni í Viskubrunni, spurningakeppni Seyðisfjarðar- skóla, sem er árlegur viðburður hér í bæ á þessum tíma.
Það var svo í kvöld sem að úslitakeppnin fór fram, þar sem 4 efstu liðin kepptu til úrslita. Niðurstaðan var sú að lið Seyðisfjarðarskóla sem kallar sig Gagn og gaman fór með sigur af hólmi og Bæjarskrifstofan eða Seyðisfjarðarkaupstaður varð í 2. sæti. Í þriðja sæti varð svo lið Austfars en Síldarvinnslan rak lestina af þessum fjórum liðum.
Það hefur verið til siðs á lokakvöldi keppninnar að útnefna íþróttamann Hugins fyrir s.l. ár og að þessu sinni varð fyrir valinu hinn ungi og myndarlegi Jón Kolbeinn Guðjónsson. Hann var því miður fjarri góðu gamni, svo að faðir hans tók við verðlaunagripunum fyrir hans hönd.
Að lokum má geta þess að extra góðar veitingar voru í boði í kvöld og gerðu flestir þeim góð skil, enda meiningin að styrkja unga fólkið í 9. bekk sem er að safna sér fyrir útskriftarferð sem farin verður til Danmerkur, áður en 10. bekkur tekur við.

No comments: