Sunday, November 13, 2011

Dagar myrkurs !




Dagar myrkurs sem er árlegur viðburður á þessum tíma á Austurlandi hefur nú staðið yfir í rúma viku, eða frá 3.-13. nóvember. Ýmislegt er í boði þessa daga, t.d. er Myrkragetraun í gangi hjá mér á Bókasafninu og þessir dagar eru sektarlausir, þannig að þeir sem komnir eru í vanskil geta skilað inn bókum án þess að fá sekt.
Ýmsir aðilar höfðu opnar vinnustofur um s.l. helgi, m.a. Garðar Eymundsson, en ég kíkti til hans að skoða nýjustu verkin hans. Einnig skrapp ég í Nóatún til að skoða handverk hjá danska hönnuðinum þar og til Helga og Þórunnar í gamla sjoppuskúrinn, þar sem þau hafa bækistöð fyrir þeirra handverk. Síðast fór ég svo í Skaftfell og sat þar og hlustaði á minningafrásagnir Seyðfirðinga sem verið er að safna saman. Þar kennir margra "grasa" :) Ég sat þarna í 1-2 tíma og prjónaði heila hespu á meðan, því engin nauðsyn er að horfa á upptökurnar, þar sem viðmælendur sitja allir á meðan þeir segja frá...
Ég mæli með því að fólk leggi þangað leið sína þegar tími gefst og velji sér frásagnaraðila ef þeir ekki vilja hlusta á allt saman :)

No comments: