Sunday, November 13, 2011

Myrkragangan 2011




Við höfum haft það fyrir sið að mæta árlega í myrkragönguna sem ávallt er gengin í lok Daga myrkurs. Þá safnast fólk saman í gömlu vélsmiðjunni, þar sem fyrsta rafstöðin var sett og notuð hér í bænum fyrir rúmri öld síðan og er þar enn þó ekki sé hún lengur í notkun. Síðan voru öll götuljós slökkt í bænum og flestir slökktu einnig ljósin í húsunum, á meðan við gengum með luktir, kyndla og vasaljós í gegnum bæinn, með einu smá stoppi við gömlu bókabúðina, þar sem listrænn gjörningur var skoðaður. Síðan var haldið til bláu kirkjunnar þar sem allir sátu um stund og hlýddu á boðskap um birtu og frið. Eftir það fórum við heim, en veðrið var milt, stillt og gott, þó smá súld hafi sáldrast yfir okkur á leiðinni...

1 comment:

Asdis said...

Ég var sko farin að bíða eftir myndum :):) aldeilis fjör hjá ykkur alla daga. Skemmtilegar myndir sem þú setur hér inn, að vanda. Kær kveðja Ásdís